EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIVARA.
Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is kynna: Afar fallega jörð,( nýbýli ) ca 40 hektarar, örstutt frá Selfossi, stendur við Þjórsá á útsýnisstað, (móti Kálfholti og við hliðina á Miðási) Góður húsakostur sem telur þ.e. Mjög fallegt og gott 5-6 herbergja einbýli á einni hæð byggt 2004 samtals 224,3 fm þar af innb. bílskúr 58 fm. (eða íbúðaraðstaða) Hiti í gólfum.
Hesthús byggt 2009 sem sem er 240.4 fm. Samtals stærð húsakostar á jörðinni því 464,7 fm.
Möguleiki er að kaupa land við hliðina nefnt Rófa í Ásahreppi ca 8.5 hektarar og yrði greitt aukalega fyrir það.
Heitt vatn (hitaveita) Hiti í öllum gólfum.
Eignin er á nokkrum fastanúmerum. Samtals ca 36.6 hektarar. Möguleiki er að fá meira land með jörðinni. Glæsilegt útsýni og frábær staðsetning. Eignin skiptist m.a. þannig: Einbýli: forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús er opið inn í stofu rýmn. Tvö góð barnaherbergi og rúmgott svefnherbergi. Baðherbergi, gestasnyrting og þvottaherbergi ofl.
Parket og flísar á gólfum. Rúmgóð verönd er við húsið,
heitur pottur. (hitaveita)Bílskúr (tvöfaldur) rúmgóður er neð epoxý á gólfum. Gott gestaherbergi (unglingaherbergi) inn af bílskúr. (er ekki á teikningu)
Möguleiki á sér íbúð í bílskúrs rými ef vill. Hesthús byggt 2009, 240,4 fm. rúmgott og bjart og er innréttað fyrir 10-12 hesta í rúmgóðum eins hesta stíum. Steypt milligerði, plast og ryðfrítt efni, hlaða, kaffistofa ofl. Stórar innkeyrsludyr og birtu gluggi í mæni.
Landið er grasivaxið, bæði tún og úthagi. Þetta er áhugaverð jörð sem vert er að skoða, m.a. vegna húsakostar, landgæða, og staðsetningar. Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is ogFreyja M Sigurðard. lgf. s. 862-4800 freyja@hraunhamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Þjónustusamningi
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 42 ára afmæli á árinu 2025.
Hraunhamar í farabroddi í 42 ár! – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.