Fasteignaleitin
Opið hús:05. des. kl 17:00-17:30
Skráð 4. des. 2024
Deila eign
Deila

Víðiholt 2

Nýbygging • RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-225
179.9 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
Verð
135.000.000 kr.
Fermetraverð
750.417 kr./m2
Fasteignamat
13.100.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Hrafnkell P. H. Pálmason
Hrafnkell P. H. Pálmason
Löggiltur fasteignasali
Gæludýr leyfð
Fasteignanúmer
2527600
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Matsstig
1 - Samþykkt
Hrafnkell á Lind og Umbra kynna með stolti ný og vönduð raðhús á besta stað á Álftanesi.
  • Glæsilega hönnuð 6 herbergja hús
  • 180fm hús á tveimur hæðum
  • 4 – 5 svefnherbergi
  • 2 baðherbergi
  • Verönd til suðurs
  • Inngarðar sem veita fallega birtu inn í alrými hússins
  • Gólfhiti á neðri hæð.

Nánari upplýsingar:
Hrafnkell Pálmason / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is 

Guðmundur Hallgrímssson / 898 5115 / gudmundur@fastlind.is
Arinbjörn Marinósson  / 822 8574 / arinbjorn@fastlind.is
Heimir F. Hallgrímsson / 849 5115 / heimir@fastlind.is 
Atli Karl Pálmason aðstoðarmaður fasteignasala / atli@fastlind.is / 6624252

 
Glæsilegt vefsíða verkefnis: vidiholt.is


Skipulag
Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og geymsla, frá anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindur saman hæðir og eldhús, stofa og borðstofa eru í sameiginlegu opnu rými. Stórir gluggar veita birtu inn í stofu og borðstofu.
Stigi og stórir gluggar veita birtu á milli hæða um ljósgarð sem er á milli húsa.
  • Á neðri hæð er einnig gestaherbergi/skrifstofa og útigeymsla með sér inngangi.
  • Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og 3 herbergi. 
Í raðhúsunum er sú nýlunda að í miðju hvers húss er garður sem hleypir inn birtu, svæði þar sem hægt er að tengja við náttúruöflin og ná jafnvægi eftir eril dagsins.

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 


Hægt að fá afhent:
  1. Fullbúið
  2. Tilbúið til innréttinga
  3. Fokhelt
Afhending er í sumar/haust 2024 

Almenn lýsing á raðhúsum

Víðiholt 2-24 samanstendur af einu parhúsi, þrem lengjum af 5 eininga sambyggðum raðhúsum og einni lengju af 3 eininga sambyggðum raðhúsum. Uppbygging húsanna er úr krosslímdum timbureiningum sem eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu. Leitast er við að nýta vel hvern fermeter og er innra skipulag sveigjanlegt. Raðhús miðast við að notað séu efni sem þurfa lítið viðhald ásamt því að nota krosslímdar timbureiningar til uppbygginga á burðarvirki. Raðhúsin eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu.
 
Hægt að velja innréttingar (fullbúið) í ljósum eða dökkum lit
  • Ljós týpa - Hér er innblástur sóttur í norræna hönnun ásamt því að ljósu litirnir tengjast yfirbragðinu sem er á CLT viðnum. Tímalaus hönnun sem endurspeglar notagildi og einfaldleika.
  • Dökk týpa - Dökki liturinn skapar þægilegt og rólegt andrúmsloft og gefur skemmtilega mótstöðu við ljósa litinn á CLT viðnum. Tímalaus hönnun sem endurspeglar notagildi og einfaldleika.
  • Borðplötur í eldhúsi eru úr kvartzsteini.
 
Útdráttur úr skilalýsingu - Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar
Frágangur utanhúss: Útveggir raðhúsa eru úr CLT krosslímdum timbureiningum, einangraðir að utan og klæddir með viðhaldslítilli álbáru í hvítum lit og timbri á völdum stöðum í gráum lit sem sameina fallegt útlit, endingu og þol gagnvart íslenskri veðráttu.
Vönduð led útilýsing er undir milliplötu við aðkomu/bílastæði. Útilýsing er á vegg í inngarði og garði ásamt útitengli. Ídráttarleið er fyrir rafhleðslustöð frá aðaltöflu að útvegg við aðkomu/bílastæði. Ídráttarrör fyrir rafmagn er frá aðaltöflu að verönd.
Lóð umhverfis húsið verður jöfnuð í rétta hæð og þökulögð. Bílastæði og aðkoma verða hellulögð. Inngarður er frágengin með hellum. Snjóbræðsla er í bílaplani, aðkomu og inngarði. Ídráttarrör fyrir vatnslögn er frá inntaksgrind að verönd.
 
Frágangur innanhúss - ATH Hér er átt við fullbúið hús (einnig hægt að fá afhent fokhelt og tilbúið til innréttinga)
Almennt - húsunum er skilað fullbúnum með innréttingum samkvæmt skilalýsingu en án gólfefna að undanskildu anddyri, baðherbergjum, þvottahúsi og geymslu innan íbúðar sem eru flísalögð. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá GKS eða sambærilegt
Eldhús - Innrétting og eldunareyja í eldhúsi eru frá innréttingarframleiðandanum GKS eða sambærilegt og eru í ljósum eða dökkum lit skv. vali kaupanda. Borðplötur í eldhúsi eru úr kvartzsteini eða sambærilegt.
Hita- og loftræsikerfi - Á fyrstu hæð er gólfhiti í öllum rýmum. Á efri hæð eru hefðbundnir ofnar í herbergjum, á baði á efri hæð er gólfhiti og handklæðaofn. Íbúðir eru loftræstar með vélrænni loftræsingu með sjálfstæðum loftræstisamstæðum fyrir hvert hús. Notast er við Nordic S4 loftræsisamstæður frá Flexit sem hannaðar eru fyrir norrænar aðstæður.
 
Hönnuðir og ràðgjafar
Arkitektar og aðalhönnuðir: Arkís arkitektar
Verkfræðihönnun: Verkfræðistofa Reykjavíkur
Landslagshönnun: Landslag
Verktaki: Atlas Verktakar

 
Hönnun: Sveit í borg er réttnefni fyrir Álftanesið. Hönnunin tekur mið af því að gefa bæði íbúum og næstu nágrönnum í hesthúsahverfinu næði. Raðhúsin eru staðsett steinsnar frá gylltri fjörunni og sannkölluð paradís fyrir náttúruunnendur.
Umhverfið verður gönguvænt með góðum upplýstum stígum sem tengir byggðina við nærliggjandi byggð og útivistarsvæði. Grænt belti verður meðfram lóð að hesthúsahverfi. Við hönnun götu er hugað að aðgerðum til að draga úr ökuhraða, auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda ásamt því að gera umhverfið vistlegt með gróðri. Áhersla er á að byggðin myndi skjólgóð og falleg græn svæði til almennra nota.
Víðiholt er staðsett á eftirsóknarverðum stað, miðsvæðis á Álftanesi. Svæðið er nálægt grunnþjónustu, s.s skóla, leikskóla, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að hverfið sé sveit í borg.
Húsagatan Víðiholt verður vistgata þar sem bílastæði liggja þvert á akstursstefnu.
Gert er ráð fyrir upplýstum göngustígum sem tengjast við göngu- og hjólastígakerfi Garðabæjar sem tengir byggðina við grænt svæði.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Víðiholt 4
Opið hús:05. des. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Víðiholt 4
Víðiholt 4
225 Garðabær
180 m2
Raðhús
64
717 þ.kr./m2
129.000.000 kr.
Skoða eignina Víðiholt 20
Opið hús:05. des. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Víðiholt 20
Víðiholt 20
225 Garðabær
180 m2
Raðhús
524
772 þ.kr./m2
139.000.000 kr.
Skoða eignina Hestamýri 2A
3D Sýn
Bílskúr
Bílastæði
Opið hús:08. des. kl 13:30-14:00
Skoða eignina Hestamýri 2A
Hestamýri 2A
225 Garðabær
164.7 m2
Fjölbýlishús
322
783 þ.kr./m2
128.900.000 kr.
Skoða eignina Hestamýri 1B
3D Sýn
Bílskúr
Bílastæði
Opið hús:08. des. kl 13:30-14:00
Skoða eignina Hestamýri 1B
Hestamýri 1B
225 Garðabær
190.4 m2
Fjölbýlishús
32
761 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin