Fasteignaleitin
Skráð 5. okt. 2024
Deila eign
Deila

Dalatangi 27

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
306.6 m2
8 Herb.
6 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
179.900.000 kr.
Fermetraverð
586.758 kr./m2
Fasteignamat
147.300.000 kr.
Brunabótamat
130.650.000 kr.
Mynd af Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2083319
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Sjá nánar í framkvæmdaryfirlit
Raflagnir
Sjá nánar í framkvæmdaryfirlit
Frárennslislagnir
Sjá nánar í framkv. yfir.
Gluggar / Gler
Sjá nánar í framkv. yfir.
Þak
Sjá nánar í framkvæmdaryfirlit
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Á ekki við
Upphitun
Gólfhiti og ofnakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Lóðarleigusamningur,sjá skjal nr. 411-M-008644/1979. Lóðin er leigð til 75 ára frá 08.05.1978.
Yfirlýsing, sjá skjal nr. 411-I-004312/1988. V/3JA FASA HEIMTAUGAR

Ath. við ákveðin verðuskilyrði kemur bank í þakkanti við herbergið sem er við hliðná baðherberginu. 
** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Dalatangi 27, 306,6 fermetra mikið endurnýjað einbýlishús á góðum stað í Mosfellsbæ. 2ja herbergja séríbúð á neðri hæð. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og er hin glæsilegasta. Opið og bjart eldhús, rúmgóð stofa, sjónvarpshol, stór og góð herbergi, flott útsýni til fjalla, skjólgóður garður með timburveröndum og pergólu.

Aðalhæð skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús. Á neðri hæð eru tvö stór svefnherbergi, salerni, geymsla og forstofa með sérútgangi og góðu geymsluplássi. Á neðri hæð er einnig aukaíbúð með sérinngangi, en þar er stofa, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Stór afgirtur bakgarður með timburverönd í suður- og vesturátt með glæsilegu útsýni og pergólu. Stórt steypt bílaplan með snjóbræðslu og bílahleðslustöð. Gólfhiti er í öllu húsinu nema aukaíbúð og herbergjum á efri hæð.


Eignin var öll tekin í gegn og endurskipulögð 2009-2010 og hefur samkvæmt seljanda fengið mjög gott viðhald síðan þá. Meðal annars var skipt um þakjárn og þakkant fyrir þremur árum, glugga fyrir fjórum árum og drenlagnir fyrir fimm árum. Hægt er að fá sent framkvæmdaryfirlit þar sem allar helstu framkvæmdir koma fram. Einstakt tækifæri til að eignast nútímalega og mikið endurnýjaða eign í grónu og góðu hverfi miðsvæðis í Mosfellsbæ. Stutt í alla þjónustu og almenningssamgöngur. 

Smelltu hér til að fá söluyfirlit og upplýsingar um framkvæmdir.


Nánari lýsing eignar
Aðalhæð:
Forstofa er með flísum á gólfi og stórum forstofuskáp með speglahurðum. Úr forstofu er komið inn á hol með flísum á gólfi. Þaðan er gengið niður á neðri hæð og út á timburverönd og í bakgarð.
Stofa/borðstofa er í opnu rými með innfelldri lýsingu og flísum á gólfi. Innbyggðir hátalarar í lofti sem fylgja með. Úr stofu er mjög fallegt útsýni til vesturs.
Eldhús er falleg hvít háglans innrétting með kvartsborðplötu. Vönduð tæki frá AEG og Siemens í eldhúsi hafa nýlega verið endurnýjuð. Í innréttingu er innbyggður blástursofn, innbyggður frystiskápur, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, spanhelluborð og háfur. Mjög gott skápapláss. Flísar á milli skápa og undir háf.
Baðherbergi nr. 1 er innaf stofu. Er með vegghengdu salerni, handklæðaofni og sturtu.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi og innfelldri lýsingu.
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og stórum fataskáp með speglahurðum. Mjög rúmgott en upprunalega voru þetta tvö svefnherbergi sem búið er að sameina í eitt stórt.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og er í dag notað sem skrifstofa.
Svefnherbergi nr. 3 er með parketi á gólfi og fataskáp. Er í dag notað sem skrifstofa og gestaherbergi. Glæsilegt útsýni.
Baðherbergi nr. 2 er flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting með stein á borði og innbyggðum vaski, baðkari, vegghengdu salerni og sturtu. Nýleg blöndunartæki í sturtu og baði.
Þvottahús er rúmgott, með innréttingu og flísum á gólfi. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Opnanlegur gluggi.

Neðri hæð:
Á neðri hæð voru áður þrjú 11 fm herbergi sem hafa nú verið sameinuð í tvö. Auðvelt er að breyta til baka ef þörf er á fleiri herbergjum. Fyrir framan herbergi er hol sem áður var nýtt sem sjónvarps- og leikrými en er í dag notað sem líkamsræktarrými. Innaf holi er góð geymsla. Þegar eiginin var tekin í gegn á sínum tíma var gert ráð fyrir þeim möguleika að útbúa aðra íbúð í kjallara. Allar lagnir eru til staðar fyrir slíka framkvæmd.
Svefnherbergi nr. 4 er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp. Innfelld snjalllýsing í lofti. Gólfhiti.
Svefnherbergi nr. 5 er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp. Innfelld snjalllýsing í lofti. Gólfhiti.
Baðherbergi nr. 3 er með flísum á gólfi og vegghengdu salerni.
Forstofa nr. 2 er fyrir neðri hæð og með flísum á gólfi og góðu geymslurými.

Auka íbúð:
Eldhús er með flísum á gólfi og innréttingu. Í innréttingu er ofn, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, vegghendu salerni og sturtu.
Stofa er með flísum á gólfi.
Svefnherbergi er með flísum á gólfi og fataksáp.

Lóð:
Stórt steypt bílaplan með snjóbræðslu og bílahleðslustöð. Fyrir framan hús er steypt verönd með bomanit steyupu og góður geymsluskúr. Fyrir aftan hús er afgirtur og skjólgóður bakgarður með timburverönd og pergólu. Garður var hannaður af Birni Jóhannssyni, landslagsarkitekt og útfærður og smíðaður af Friðriki Bohic.

Verð. kr. 179.900.000
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/07/201354.300.000 kr.63.250.000 kr.306.6 m2206.294 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
GötuheitiPóstnr.m2Verð
270
300.4
184,9
270
268.7
179

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Litlikriki 19
Bílskúr
Skoða eignina Litlikriki 19
Litlikriki 19
270 Mosfellsbær
300.4 m2
Einbýlishús
715
616 þ.kr./m2
184.900.000 kr.
Skoða eignina Lóugata 26
Bílskúr
Skoða eignina Lóugata 26
Lóugata 26
270 Mosfellsbær
268.7 m2
Einbýlishús
534
666 þ.kr./m2
179.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin