Fasteignaleitin
Skráð 10. okt. 2025
Deila eign
Deila

Hafnartún 16

RaðhúsNorðurland/Siglufjörður-580
226.9 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
286.029 kr./m2
Fasteignamat
51.800.000 kr.
Brunabótamat
106.350.000 kr.
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2130310
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjað
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ágætt
Þak
endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun kynnir eignina Hafnartún 16, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0310 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hafnartún 16 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0310, birt stærð 226.9 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.


Um er að ræða 5 svefnherbergja enda raðhús með garði, palli, bílskúr og auka bílastæði. Eignin er á tveimur hæðum og samanstendur af eldhúsi, stofu, borðstofu, 5 svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvotthúsi, geymslu og bílskúr. Efri hæð eignarinnar samanstendur af sér anddyri, eldhúsi, stofu, baðherbergi, þremur svefnherbergjum og útgang út á suðursvalir. Fljótandi parket er á efri hæð utan baðherbergis og anddyris. Neðri hæð eignarinnar samanstendur sér anddyri, þvottahúsi, baðherbergi, tveimur svefnherbergjum, geymslu og útgangi út á pallinn. Eldhús var endurnýjað árið 2019 ásamt því að hiti var settur í gólf á alrými og baðherbergi efri hæðar. Einnig er búið er að skipta um gler í glugga í eldhúsi og stofu og skipt var alfarið um glugga í þvottahúsi. Skipt hefur verið um þak, bílskúrshurð og anddyris hurð á neðri hæð. Vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar ásamt innihurðum. Bílskúr er skráður 33m2 og hiti er í plani fyrir utan. Auka stæði malbikað er við enda eignarinnar. 


Anddyri efri hæðar: er rúmgott með flísum á gólfi og gólfhita.
Eldhús: er með hvítri innréttingu og eikar borðplötu. Parket er á gólfi með gólfhita. 
Stofa: liggur saman með eldhúsi, borðstofu og er með parket á gólfi. Útgangur er úr stofu út á steyptar suður svalir. 
Svefnherbergi: eru fimm misstór, þrjú á efri hæð og tvö á neðri. Aðgangur er upp á  geymslu loft úr einu herbergjanna. 
Baðherbergi efri hæðar: er með flísum á gólfi og gólfhita, hvítri innréttingu, salerni og baðkari. Gluggi er með opnanlegu fagi. 
Baðherbergi neðri hæðar: er með flísum í hólf og gólf einnig í sturtuklefa, vaskur og salerni. Vifta er í útvegg.  
Þvottahús: er með ljósum flísum á gólfi og opnanlegum glugga. Þvottahús liggur út frá anddyri neðri hæðar. 
Geymsla: er innaf þvottahúsi með flotuðu lökkuðu gólfi og góðu hilluplássi.
Bílskúr: er með flotuðu lökkuðu gólfi og bílskúrshurð með ráphurð.
Garður: er með timburpalli að hluta og grasbala. Meðfram eigninni er einnig graslagður stígur og fánastöng. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf - Grandagarði 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í Fjallabyggð
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/07/20078.049.000 kr.19.000.000 kr.226.9 m283.737 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignamiðlun
https://www.fasteignamidlun.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Suðurgata 59
Skoða eignina Suðurgata 59
Suðurgata 59
580 Siglufjörður
211.5 m2
Einbýlishús
625
307 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Ketilsbraut 19
Skoða eignina Ketilsbraut 19
Ketilsbraut 19
640 Húsavík
188.4 m2
Einbýlishús
826
334 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Lautavegur 6
Bílskúr
Skoða eignina Lautavegur 6
Lautavegur 6
650 Laugar
202.6 m2
Einbýlishús
624
336 þ.kr./m2
68.000.000 kr.
Skoða eignina Skógarsel
Skoða eignina Skógarsel
Skógarsel
605 Akureyri
245 m2
Einbýlishús
528
269 þ.kr./m2
65.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin