Prima fasteignasala kynnir í sölu 197m² einbýlishús á einni hæð á skjólsælum útsýnisstað við Logafold 66 í Grafarvogi - Um er að ræða fjölskylduvæna eign neðst í hverfinu með óhindruðu aðgengi að göngustígum og útivistarsvæðum.
Skoðanir bókist hjá Óskari Má Alfreðssyni lgf í síma 6158200 eða á oskar@primafasteignir.is - Eignin verður ekki sýnd á opnu húsi heldur verður hverjum og einum gefinn ríflegur skoðunartími með fasteignasala.
Nánari lýsing
Forstofa er rúmgóð með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Gestasnyrting er við hlið forstofu með flísum á gólfi, upphengdu salerni og innréttingu undir handlaug.
Þvottaherbergi er rúmgott með innréttingu með vaski, Flísar eru á gólfi og er útgengi úr þvottaherbergi út í garð. Innangent er í bílskúr úr þvottaherberginu.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu, björtu rými með mikilli lofthæð og parketi á gólfi, gluggar eru í þrjár áttir og er útgengi í afgirtan garð frá borðstofu. (Möguleiki á bæta við 4 svefnherberginu) Útsýni til suðurs og austurs og yfir opin græn svæði.
Eldhúsið með eyju. Innréttingar eru hvítar. Í innréttingu er virkilega gott skápa/skúffupláss.
Svefnherbergi. (I) Rúmgott með millilofti. Parket á gólfi.
Svefnherbergi. (II) Rúmgott með millilofti. Parket á gólfi.
Hjónaherbergið (III) er með tvöfaldri hurð, góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergisgangur með útgengi á verönd.
Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf. Á baðherberginu er bæði sturta og hornbaðkar.
Innaf baðherbergi er gufubað. (sauna)
Garður að mestu afgirtur. Stór timburverönd með heitum potti.
Geymsluskúr er á verönd með rafmagnshitara. Ekki inní m² tölu.
Bílskúr 36,7m² með flísum á gólfi.
Bílaplan með hitalögn.
Tengi fyrir rafmagnsbíl er til staðar.
Húsið er samtals 197 m² þar af er bílskúr 36,7 m²
Stærð lóðar 738 m²
Sökkull fyrir sólskála er komin á lóð.
Eignin stendur á skjólsælum stað innst í Grafarvoginum þar sem húsið er staðsett. Hér er um að ræða vel skipulagða eign í fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og ýmsar tómstundir. Stutt er í göngu- og hjólastíga.
Nánari upplýsingar veita:
Óskar Már Alfreðsson löggiltur fasteignasali / s.6158200 / oskar@primafasteignir.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Yfirlýsing seljanda:
Seljandi/eigandi lýsir því yfir að efni söluyfirlitsins er rétt samkvæmt bestu vitund hans og staðfestir það með undirritun sinni.