
Viltu kynnir fjölbýlishús í Barmahlíð 56. 105 Reykjavík sem er 96.9 fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð/kjallara með sérinngang. Frábær staðsetning, miðsvæðis, þar sem stutt er í Kringluna, verslunarkjarna Suðurvers, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, háskóla, og í göngufæri við Öskjuhlíðina, Klambratún o.fl.
Fasteignamat næsta árs verður 73.750.000 kr.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Nánari lýsing:
Sérinngangur
Forstofu: er með flísum á gólfi.
Eldhúsið: er með hvítri innréttingu, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Borðkrókur er í eldhúsi. Parket á gólfi.
Stofan: er rúmgóð og björt, úr stofu er vængjahurð út á verönd/pall sem var gerður árið 2013, viður á palli er kínverskur harðviður (Bangki).
Hjónaherbergi: er rúmgott, parket er á gólfi, laus fataskápur.
Barnaherbergi: er með tveim innbyggðum fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergi: er með sturtuklefa, fallegri hvítri innréttingu, upphengdu salerni og flísar á gólfi og vegg að hluta. Eikarparket á stofu herbergjum, eldhúsi og gangi.
Sérgeymsla er undir stiga í við inngang. Innangengt er úr íbúð í sameiginlegt þvottahús,
Að sögn seljanda hefur eftirfarandi verið endurnýjað og yfirfarið.
Íbúðin er með nýjum ofnum og ofnalögnum, nýju parketi í hjónaherbergi og loftsíðum fataskáp. Smart lás, smart dyrabjalla, smart ljós á flestum stöðum, smart ofnastýringar.
Húsið er allt nýtekið í gegn, á síðasta ári og þessu, skipt um þak, skipt um þá glugga sem þurfti (aðrir verða málaðir í vor),múrviðgert og steinað upp á nýtt, tröppur verða kláraðar í vor.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 04/04/2016 | 29.550.000 kr. | 35.000.000 kr. | 96.9 m2 | 361.197 kr. | Já |
| 22/06/2007 | 17.420.000 kr. | 20.000.000 kr. | 92.7 m2 | 215.749 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
105 | 81.8 | 79,9 | ||
105 | 77 | 79,9 | ||
105 | 113.8 | 79,9 | ||
105 | 78.8 | 76,4 | ||
105 | 87.5 | 79,9 |