Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaVirkilega vel skipulagt og vel við haldið einbýlishús á einni hæð með stakstæðum bílskúr á vinsælum stað í Þorpinu. Eignin er samtals 174,8 fm. að stærð en þar af er bílskúr 31,5 fm. en timburverönd snýr til suðvesturs. Eignin skiptist í forstofu, salerni, hol, stofu og borðstofu, eldhús, þvottahús, geymslu með bakdyrainngang, baðherbergi og þrjú svefnherbergi sem voru áður fjögur.
Forstofa er með flísar á gólfi, opnu fatahengi og gólfhita.
Salerni er inn af forstofu, þar eru flísar á gólfi, gólfhiti og opnanlegt fag.
Hol er í dag nýtt sem sjónvarpshol, þar er parket á gólfi.
Stofa og borðstofa er á neðri palli og er afar bjart og skemmtilegt rými. Parket á gólfum og útgengt út á timburverönd til suðvesturs.
Eldhús er afar rúmgott, parket á gólfi, hvít innrétting með stæði fyrir ísskáp, uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Þar er einnig eldhúskrókur.
Þvottahús, geymsla og bakdyrainngangur er inn af eldhúsi. Þar eru ljósar flísar á gólfi, innrétting í kringum þvottavél og þurrkara, opnanlegt fag og fataherbergi við hlið inngangs.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, dökkar á gólfi og ljósar á veggjum. Sturta með glerskilrúmi, upphengt salerni, opnanlegt fag, handklæðaofn sem stjórnar gólfhita og mjög rúmgóð innrétting í kringum vask.
Svefnherbergi eru þrjú en voru áður fjögur, lítið mál að breyta til baka. Parket á öllum herbergjum og skápar í tveimur af þeim. Úr hjónaherbergi er útgengt á verönd.
Bílskúr sem er 31,5 fm. er með rafdrifinni innkeyrsluhurð og inngönguhurð á vesturhlið. Ljósleiðari er tekinn inn í bílskúr og þá eru nýjar vatnslagnir að bílskúr.
Annað: **Eignin getur verið laus fljótlega**-Nýlega steypt bílaplan og stéttar að húsi, hiti stéttum og í bílaplani fyrir framan bílskúr.
-Inntök fyrir heitt og kalt vatn endurnýjað fyrir um 2 árum
-Frárennslislagnir endurnýjaðar fyrir um 2 árum frá húsi og út í götu
-Ljósleiðari tengdur
-Timburpallur smíðaður fyrir um 4-5 árum
-Nýlegir sólbekkir
-Nýleg hitaveitugrind
-Fyrir 12 árum var:
-Skipt um alla ofna
-Skipt um eldhúsinnréttingu
-Parket endurnýjað
-Loft grunnað og málað hvítt
-Hluti af gleri endurnýjað 2009, annað eldra
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:
464 9955