Heimili fasteignasala kynnir: Snyrtilegt og vel skipulagt endaraðhús með stórri timburverönd og góðum skjólveggjum við Álakvísl í Ártúnsholti. Með eigninni fylgir opin bílskúr innan lokaðrar bílageymslu. Íbúðarrými er á tveimur hæðum, auk rislofts. Þrjú góð svefnherbergi eru í eigninni og tvö salerni. Einstaklega vel staðsett eign á rólegum stað. Húsið er í heild skráð 145,7 fm. Íbúðin 116 fm, bílskúr 29,7 fm.
** Bókið skoðun hjá sigridur.lind@heimili.is **
Neðri hæð:
Forstofa: Gengið er inn um sérinngang með fallegum náttúruflísum á gólfi. Fatahengi.
Gestasnyrting Er með náttúruflísum á gólfi. Innrétting undir handlaug.
Geymsla/þvottahús: Við hlið forstofu er geymsla sem er í dag nýtt sem þvottahús. Opnanlegur gluggi og náttúruflísar á gólfi.
Eldhús Er rúmgott með hvítri snyrtilegri innréttingu. Góður borðkrókur. Náttúruflísar á gólfi.
Stofa/borðstofa Stofa og borðstofa eru í opnu rými með fallegu parketi á gólfi. Útgengt er frá stofu út á
verönd, afgirta með skjólveggjum.
Heitur pottur.
Efri hæð:
Hol: komið er upp í rúmgott hol með fallegu parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Háaloft: Aðgengi að rislofti er frá holinu, þar er 18,6 fm gólfflötur, steypt plata, loftið er einangrað og þar er opnanlegur gluggi. Nýtt í dag sem geymsla. Fordæmi eru fyrir því í hverfinu að útbúa aukaherbergi þar.
Baðherbergi: Var endurnýjað 2016, er með fallegum ljósum flísum á veggjum og gráum flísum á gólfi. Bæði baðkar og sturta. Opnanlegur gluggi.
Hjónaherbergi Rúmgott, undir panelklæddri súð að hluta, gluggi og þakgluggi, fataskápur, parket á gólfi.
Barnaherbergi x 2: – Tvö góð herbergi bæði að hluta undir súð. Parketi á gólfi.
Bílskúr: Lokuð bílageymsla er undir húsinu. Innkeyrsluhurð í bílageymslu með fjarstýrðri rafmagnsopnun. Inn í bílageymslunni er opin bílskúr 29,7 fm sem tilheyrir eigninni. Þvottaaðstaða er í bílageymslu.
Hjólageymsla: Sameiginleg með íbúð við hliðina.
Viðhald/endurbætur:
Þak var endurnýjað 2021. Skipt um járn, þakpappa og timbur sem þurfti. Einnig voru allir þakgluggar endurnýjaðir ásamt gleri í þeim. Þakrennur endurnýjaðar 2018 og þakkantur yfirfarin. Rafmagnstafla endurnýjuð 2016. Baðherbergi á efri hæð endurnýjað 2016. Í bílageymslu hefur nýlega verið málað að innan og utan, ásamt múrviðgerðum. Grindverk ofan á bílageymslu endurnýjað 2020. Hús málað að utan 2019.
Nánasta umhverfi: Stutt í skóla og leikskóla. Góðar göngu- og hjólaleiðir m.a um náttúruperluna Elliðaárdalinn í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali, sigridur.lind@heimili.is / 8994703