BYR fasteignasala kynnir í einkasölu NESGATA 41, LITLI - BAKKI, 740 Neskaupstað. Fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Eignin skiptist í íbúð 96.5 m² byggt árið 1968 og bílskúr 35.0 m² byggður árið 1970 samtals 131.5 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, Þrjú herbergi (svefnherbergi, bókaherbergi, vinnuherbergi), baðherbergi, geymsla og bílskúr.
Nánar um eignina:
Anddyri, fatahengi og skápar, rafmagnstafla,
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er frá stofu út í garð til vesturs aftan við húsið, einfaldur skápur er í alrými við eldhús.
Eldhús, Innrétting frá Trévangi, AEG keramikhelluborð, vifta, AEG ofn í vinnuhæð, AEG ísskápur og Siemens uppþvottavél (fylgja) og helluborð, eyja með áföstu borði, greinatafla fyrir eldavél og ofn.
Svefnherbergi með þreföldum fataskáp.
Bókaherbergi, er innaf stofu/borðstofu, tvöfaldur fataskápur, hefur verið nýtt sem sjónvarpsherbergi, innangengt í vinnuherbergi.
Vinnuherbergi, einfaldur hornskápur og laus fataskápur.
Baðherbergi, Fíbóklæðning á veggjum, sturta, vaskinnrétting með tveimur handlaugum, upphengt salerni og handklæðaofn, gluggi, hiti í gólfi.
Þvottaaðstaða er á baðherbergi pláss fyrir tvær vélar í innréttingu, greinatafla.
Geymsla, inn af vinnuherbergi, skápar, innangengt er í bílskúr úr geymslu.
Gólfefni: Flæðandi parket er á stofu, borðstofu og herbergjum. Flísar á anddyri, baðherbergi og eldhúsi. Teppi á geymslu. Málað gólf í bílskúr.
Bílskúr, Rafræn opnun er á bílskúrshurð, innangengt yfir í geymslu.
Hiti/inntaksrými, nýlegur hitakútur ( tveggja ára). Húsið er upphitað með rafmagni, ofnar í öllum rýmum, gólfhiti er í anddyri, gólfhiti og handklæðaofn í baðherbergi.
Nesgata 41 er staðsteypt hús á einni hæð, bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar. Húsið er klætt að utan með Steni klæðningu.
Lóð er gróin og afgirt, steypt verönd er framan við húsið og í bíslagi við inngang hússins. Malbikað bílastæði og innkeyrsla að bílskúr.
Lóðin er 516.0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar. Lóðarleigusamningur til 50 ára frá 23. maí 1959, skjal nr. 428-N-0D1726/1959. Lóðarleigusamningur er útruninn og verður endurnýjaður á kostnað seljanda.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 216-9595.
Stærð: 01.0101 Íbúð 96.5 m². 02.0101 Bílskúr 35.0 m². Samtals 131.5 m².
Brunabótamat: 60.550.000 kr.
Fasteignamat: 43.950.000 kr
Byggingarár: Íbúð 1968. Bílskúr 1970.
Byggingarefni: Steypa.