Hraunhamar fasteignasala og Valgerður Ása löggiltur fasteignasali kynnir bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 2.hæð.
Stutt í alla þjónustu. Laus við kaupsamning.Eldhús með góðum borðkrók, innréttingu, gert ráð fyrir þvottavél í eldhúsi.
Hol/gangur með fataskáp.
Stofa / borðstofa er inn af holi með parket á gólfi, stórum gluggum og útgengi á góðar suðurvestur svalir.
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi og stórum fataskáp.
Barnaherbergi er með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er nýuppgert, flísalagt hólf í gólf, innrétting með handlaug og, baðkar með sturtu, upphengt salerni.
Sér geymsla í kjallara.
Þvottahús & Þurrkherbergi er sameiginlegt í sameign í kjallara.
Hjóla- og Vagnageymsla: Í sameign í kjallara.
Nýtt parket á íbúðinni og endurnýjað baðherbergi, íbúðin er öll nýmáluð að innan.Kaupendum er bent á að áætlað er að fara í viðgerðir á húsinu utanverðu, þ.e. er málun og múrviðgerðir einnig á að yfirfara glugga, þessar framkvæmdir eru samþykktar.Skoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.isSmelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.