Fasteignaleitin
Skráð 3. mars 2025
Deila eign
Deila

Hlíðarvegur 40

EinbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
299.8 m2
7 Herb.
6 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
65.900.000 kr.
Fermetraverð
219.813 kr./m2
Fasteignamat
47.850.000 kr.
Brunabótamat
125.950.000 kr.
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali
Byggt 1977
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2154067
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Mikið endurnýjað á efri hæðinni samhliða þakframkvæmdum
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Búið er að endurnýja hluta af gleri
Þak
Nýtt þak sett á húsið 2021
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Steyptar suðvestur svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Útfelling er í lofti í svefnherbergi á neðri hæðinni, við útvegg að sunnan
Smá útfellingar eru á veggjum á snyrtingu.
Smá útfelling er í lofti í geymslu innan íbúðar. 
Skemmd er í klæðningu í bílskúr vegna raka.
Húsið var múrviðgert fyrir um 2 árum en eitthvað þarf laga áður en það varður málað
Hellulögn hefur sigið
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Hlíðarvegur 40 Ólafsfirði - 7 herbergja útsýnishús - einbýlishús á tveimur hæðum og með innbyggðu bílskúr - Skráð stærð 299,8 m²

** Eignin er laus við kaupsamning **

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Efri hæð:
Forstofa, gangur, eldhús, stofa og borðstofa, baðherbergi, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi. 
Neðri hæð: Forstofa, hol, þvottahús, snyrting, þrjú svefnherbergi og tvær geymslur, önnur staðsett undir bílskúr.

Forstofa er með flísum á gólfi. Annar inngangur er á bakhlið hússins, þar eru flísar á gólfi og tvöfaldur skápur. 
Eldhús, flísar á gólfi og snyrtileg hvít og beyki innrétting með flísum á milli skápa. Gott bekkjarpláss og borðkrókur með skemmtilegum útsýnisglugga.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með gluggum til þriggja átta og hurð út á steyptar svalir sem eru á hluta af suður og vesturhlið hússins. Teppi er á gólfi. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, lakkaðri blárri innréttingu, wc og steyptu flísalögðu baði. 
Snyrting er á neðri hæðinni með flísum á gólfi, dökkri plastlagðri innréttingu, wc og opnanlegum glugga. 
Svefnherbergin eru sex talsins, þrjú á efri hæðinni, tvö barnaherbergi bæði með ljósu plast parketi á gólfi og hjónaherbergi með litlu fataherbergi inn af, einnig með ljósu plast parketi á gólfi. Þrjú svefnherbergi eru á neðri hæðinni, öll ágætlega rúmgóð og með plast parketi á gólfi. 
Steyptur og teppalagður stigi er milli hæða.
Þvottahús er með lökkuðu gólfi, ljósri innréttingu og skáp og opnanlegum glugga. 
Geymslurnar eru tvær, ein innan íbúðar með lökkuðu gólfi og hillum og önnur undir bílskúr, skráð 34,0 m² að stærð með gróf steyptu gólfi og gluggum. Ekki er full lofthæð í geymslunni og er hún kynnt með affalli af íbúðarhúsi. Sér inngangur er inn í geymsluna af baklóðinni. 
Bílskúr er skráður 34,0 m² að stærð, með sér gönguhurð og rafdrifinni innkeyrsluhurð.  Hiti er í gólfi. Fyrir framan er steypt bílaplan. 

Annað
- Hellulögð stétt er með bakhliðhússins og hlaðnar tröppur eru á suðurhliðinni. 
- Nýtt þak var sett á húsið árið 2021 og settir hitaþræðir í þakrennur.
- Þegar þakið var endurnýjað voru raflagnir að stærstum hluta endurnýjaðar á efri hæðinni. 
- Búið er að endurnýja hluta af gleri. 
- Gluggar og hurðir var málað að utan sumarið 2023.
- Möl er í baklóðinni.
- Búið er að taka inn ljósleiðra

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1977
34 m2
Fasteignanúmer
2154067
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.650.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
605
245
65,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin