STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Afar snyrtilega og rúmgóða 68,3 fm 2ja herbergja íbúð á 3.hæð í snyrtilegu fjölbýli í hjarta miðborgarinnar. Seljendur bættu við skápum í eldhúsi 2022 þegar þau keyptu íbúðina.
Húsfélagið á rými í kjallara sem er leigt út og ganga tekjur af því í hússjóð. Fyrir tæpum sex árum voru skólplagnir endurnýjaðar undir húsi og út í brunn.
Í miðbænum er að finna Sundhöll Reykjavíkur, veitingastaði, verslanir, listasöfn, skemmtistaði, leikskóla, grunnskóla og skóla á háskólastigi. Allt í 5 mínútna göngufæri.
Íbúðin er 61,4 fm (merkt 02-0302) og geymsla er 6,9 fm (merkt 02-0005) samtals er eignin skráð 68,3 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignsala.isForstofa er með plastparketi á gólfi, skáp og upphengi.
Hol er rúmgott með plastparketi á gólfi.
Stofa er með plastparketi á gólfi og gluggum sem snúa út á Snorrabraut.
Eldhús er með snyrtilegri hvítri innréttingu og viðarborðplötu.
Svefnherbergi er nokkuð rúmgott og er með plastparketi á gólfi, skápum og útgengt á austursvalir.
Baðherbergi er með flísar í hólf og gólf, baðkar með sturtu, skúffur undir vask.
Þvottahús er í sameign í kjallara.
Geymsla er í sameign í kjallara.