LIND fasteignasala og Ragnar Þorsteinsson, löggiltur fasteignasali, kynna eignina Laugateigur 17, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð/kjallara í góðu þríbýlishúsi, sem fengið hefur gott viðhald og endurnýjun á síðustu árum. Íbúðin sjálf hefur ennig fengið endurnýjun á síðustu árum, m.a. þar sem skipulagi var breytt, baðherbergi stækkað frá upprunalegri teikningu og nýtt anddyri með sérafnotareit fyrir framan hús. Laugateigur 17 er á frábærum stað í hinum eftirsótta Laugardal, þaðan sem stutt er í leikskóla, grunnskóla og á íþróttasvæði Þróttar / Ármanns.
Birt stærð eignar skv skráningu HMS er 91,6m2
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn um sérinngang af jarðhæð inn í opna forstofu/hol. Opið eldhús er innaf holi og gengið inn í stofu og tvö svefnherbergi með fataskápum. Geymslurými er innan íbúðar. Rúmgott og endurnýjað baðherbergi, með glugga, góðri innréttingu, baðkari/sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Parket er á öllum gólfum íbúðar, en flísar á baðherbergi. 16A tengi komið fyrir í rafmagnstöflu til að gera tengingu hleðslustöðvar fyrir rafbíl mögulega.
Áætlað fasteignamat 2026 er kr. 70.750.000.
Skv upplýsingum frá seljanda var húsið sjálft steinað að utan fyrir um 10 árum. Þá var skorsteinn fjarlægður, nýtt járn sett á þak og þakglugga komið fyrir, fyrir um 5 árum. Skólp og dren einnig endurnýjað í tengslum við breytingar á inngangi íbúðar. Sérafnotareitur er framan við inngang.
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Sýn.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.