Prima fasteignasala og Oscar Clausen lgf. kynna eignina Andarhvarf 7d, 203 Kópavogur, vel skipulögð, björt og rúmgóð eign á frábærum stað í Vatnsendahverfi Kópavogs með 4 svefnherbergjum. Staðsetningin er mjög góð þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla, verslun, íþróttasvæði og samgöngur.
Vel skipulögð og björt eign sem er skrá samkvæmt FMR 183,9 fm þar af bílskúr 27,2 fm. Einstaklega fallegt útsýni. Vandaðar innréttingar, tvö baðherbergi og aukin lofthæð, Tvennar rúmgóðar svalir, til norð-austurs með útsýni að Elliðarvatni og svalir sem snúa vel á móti sól til suð-vesturs.
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Gesta baðherbergi er við hlið forstofu. flísalögð í hólf og gólf, sturta, handklæðaofn, upphengt salerni, eikarinnrétting og opnanlegur gluggi.
Stofa/borðstofa er i opnu alrými með parket á gólfum, rúmgott og bjart alrými með stórum gluggum og fallegu útsýni. Útgengi er út frá stofu út á stórar yfirbyggðar svalir með glæsilegt útsýni að Elliðavatni.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með parketi á gólfi og góðri innréttingu, gott vinnu- og borðpláss. Gott skápa/skúffu pláss. Ofn í vinnuhæð, helluborð og innbyggð uppþvottavél.
Gangur er með parket á gólfi, og aðgengi að öðrum vistarverum.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart með parket á gólfi, eikar fataskápar með meðfram einum vegg. Mjög gott skápapláss.
Svefnherbergi II er mjög rúmgott með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi III er mjög rúmgott með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi IIII er mjög rúmgott með parketi gólfi og fataskáp, Svalir sem snúa í suð-vestur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á veggjum. Eikar innrétting með. Baðkar, sturta, handklæðaofn og upphengt salerni.
Þvottahúsið er með flísum á gófli, hillur á tvo vegu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúrinn er 27,2 fm. mjög snyrtilegur með flísum á gólfi, rafdrifinn hurðaopnari, skolvaskur og rúmgóð geymsla í enda bílskúrsins.
Nánari upplýsingar veita:
Oscar Clausen löggiltur fasteignasali / s.8618466 / oc@primafasteignir.is