LIND fasteignasala kynnir vel skipulagt tveggja hæða 287,9 fm einbýlishús með þriggja herbergja aukaíbúð og bílskúr við Hvannhólma 2. Eignin stendur á 740 fm gróðursælli lóð á afar eftirsóttum stað í Kópavogi. Tvö fastanúmer eru á húsinu og því er hægt að selja það í tvennu lagi.
Húsið er í heildina 287,9 fm skv. Þjóðskrá, en þar af er efri hæðin 173,5 fm, aukaíbúðin 72,1 fm og bílskúrinn 42,3 fm. Á
efri hæð hússins eru fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sólskáli og rúmgott alrými. Skjólsæll pallur með heitum potti sem snýr til suðurs og svalir meðfram hluta hússins.
Á
neðri hæð er aukaíbúðin, en til viðbótar henni er forstofa og bílskúr með þvottaaðstöðu, gufu, sturtu og geymslu. Snyrtileg lóð og veglegur grasflötur með vinnuskúr. Jafnframt er vinnuskúr á hlið hússins og stórt bílaplan.
Vinsælt hverfi þar sem m.a. er stutt í Fossvogsdalinn, matvöruverslun, grunn- og leikskóla o.fl.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi.
Borðstofa/Stofa/sjónvarpshol: Opið, rúmgott og bjart rými, parket á gólfi.
Eldhús: Dökkar flísar á gólfi, viðar innrétting með miklu skápaplássi, útgengt í sólskála.
Sólskáli: Viðar innrétting, flísar á gólfi, útgengt á pall og í garð.
Baðherbergi I: Við forstofu, flísar á gólfi og veggjum, hvít innrétting, upphengt salerni og speglaskápur.
Baðherbergi II: Var áður þvottahús, viðar innrétting með hvítri borðplötu, upphengt salerni, sturta.
Hjónaherbergi: Rúmgóður skápur, parket á gólfi.
Herbergi I: Dúkur á gólfi, fataskápur.
Herbergi II: Parket á gólfi, skápur.
Herbergi III: Parket á gólfi, skápur.
Bílskúr: 42,3 fm, hvít innrétting og þvottaaðstaða, gufa, sturta og lokuð geymsla.
Íbúð í kjallara: 72,1 fm með sérinngangi.
Forstofa: Flísar á gólfi, skápur.
Eldhús: Hvít innrétting með miklu skápaplássi og dökkri borðplötu,
Borðstofa/Stofa: Rúmgott rými, gólfsíður gluggi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott, flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, sturta, hvít innrétting, tengi fyrir þvotta- og uppþvottavél.
Herbergi: Parket á gólfi.
Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.