Opið hús 10. ágúst kl 17:00-18:00
Skráð 5. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Bakkastaðir 123

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
227 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
144.800.000 kr.
Fermetraverð
637.885 kr./m2
Fasteignamat
98.350.000 kr.
Brunabótamat
84.620.000 kr.
Byggt 1999
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2244474
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita / gólfhiti í eldhúsi / baðherb/forstofu
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Móða í einu gleri í hurð við verönd
***SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Í SÝNINGARTÍMA Á EIGNINA***


RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna  
Vel skipulagt, bjart og vel staðsett 6 herbergja einbýlishús á einni hæð. Skipulag eignar er sérlega gott þar sem öll rými eru í góðri stærð, lofthæð mikil og gluggar stórir.
Fjögur svefnherbergi og möguleiki á því fimmta.  Bílskúr er rúmgóður, fallegur gróinn garður með heitum potti. 
Ath. Leikskólinn Nes-Bakki sem er við Bakkastaði 77 er með ungbarnadeild - einn af fáum leikskólum sem hefur burði til þess.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 227,0  fm og er íbúðarrýmið sjálft 196,9 fm og bílskúr 30,1 fm.

**FASTEIGNAMAT NÆSTA ÁRS  KR. 128.650.000.-**
  
Innan eignar eru:  forstofa, fjögur herbergi (möguleiki á því fimmta), baðherbergi og gesta salerni, eldhús, borðstofa, stofa, sjónvarps- og/eða fjölskyldurými (hægt að breyta í fimmta herbergið), þvottahús, geymsla og bílskúr.
Nánari lýsing eignar:
Forstofan er rúmgóð með góðu skápaplássi og flísum á gólfi. Gólfhiti er í forstofunni.
Herbergi 1 er inn af forstofunni og er rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi.
Gestasalerni er einnig innaf forstofunni og eru flísar á gólfi og opnanlegur gluggi.
Inn úr forstofunni er komið í flísalagt miðrými eignarinnar sem tengir stofurýmin, svefnherbergishlutann og eldhúsið.
Í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting með góðu skápaplássi, t.a.m. búrskápur með vinnuaðstöðu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, Miele veggfastur ofn, gas helluborð er í eyjunni og er þa granít borðplata og háfur þar yfir. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu og er útgengt á norð-vestur verönd úr eldhúsinu þar sem er heitur pottur. Gólfhiti er í eldhúsinu.
Stofan og borðstofan eru í opnu björtu samliggjandi rými, með mikilli lofthæð og eru innfelld ljós í loftklæðningu. Útgengt er úr borðstofu á skjólgóða viðarverönd til suðurs. Stórir gluggar með birtuvörn.
Sjónvarps- og/eða fjölskyldurýmið er á milli herbergjarýmis og eldhússins og er virkilega gott og mikið rými þar sem að lofthæð er mikil og parket á gólfi. Hægt er að slá upp veggjum og útbúa fimmta svefnherbergið úr hluta þess rýmis.
Geymsla er við hlið þvottahússins úr sjónvarpsrýminu með góðu hillu og geymsluplássi.
Herbergi 2 er rúmlega 11 m með hornglugga, góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Herbergi 3 er hjónaherbergið sem er samtals ca 18 m2 með parketi á gólfi, hornglugga auk minni glugga sem er opnanlegur. Fataherbergi innan hjónaherbergis er ca 5 m2 og geymslulofti þar yfir.
Herbergi 4 er tæplega 12 m2 með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og er gólfhiti. Sérsmíðuð innrétting er undir og við handlaug, upphengt salerni, handklæðaofn, steyptur sturtuklefi, tengi fyrir baðkar og annar glugginn er opnanlegur. 
Þvottahúsið er mjög rúmgott með sérsmíðaðri ljósri innréttingu frá Nýform. Vaskur, þvottasnúrur, opnanlegur gluggi, geymsluloft, flísar á gólfi, útgengt í garðinn og innangengt í bílskúrinn.
Bílskúrinn er 30,1 mrúmgóður, innangengur úr þvottahúsi, einnig sér hurð við hlið útidyrahurð hússins, rafdrifin bílskúrshurð, þriggja fasa rafmagn og gott geymslupláss á lofti yfir hluta bílskúrsins. Snjóbræðsla er bæði í innkeyrslu og gangvegi að íbúðarhúsi sem er hellulagt.
Garður er gróinn og viðhaldslítill. Viðarverönd er bæði sunnan og norð-vestan megin, möl og hellulagt austan megin, gróinn garður suð-vestan megin.
Stutt er í einstaklega fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjáfarsíðuna. 
Um er að ræða einstaklega gott fjölskylduhús sem hefur verið vandað til verka og vel með farið. Öll rými sérlega rúmgóð og býður uppá ýmsa möguleika.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.
- Þórdís Björk löggiltur fasteignasali í síma 862-1914 eða thordis@remax.is
- Skoðaðu hvað mínir viðskiptavinir hafa um mig að segjaSmelltu HÉR og skoðaðu heimasíðu mína og umsagnir

Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
    
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1999
30.1 m2
Fasteignanúmer
2244474
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.670.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Þórdís Davíðsdóttir
Þórdís Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, og skipasali.

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vættaborgir 130
Skoða eignina Vættaborgir 130
Vættaborgir 130
112 Reykjavík
227 m2
Einbýlishús
735
638 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Reyrengi 37
Skoða eignina Reyrengi 37
Reyrengi 37
112 Reykjavík
212 m2
Einbýlishús
624
705 þ.kr./m2
149.500.000 kr.
Skoða eignina Langagerði 26
Skoða eignina Langagerði 26
Langagerði 26
108 Reykjavík
272 m2
Einbýlishús
724
579 þ.kr./m2
157.500.000 kr.
Skoða eignina Rauðagerði 28
Bílskúr
Skoða eignina Rauðagerði 28
Rauðagerði 28
108 Reykjavík
279.1 m2
Einbýlishús
835
537 þ.kr./m2
150.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache