RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Dalsbraut 4 íbúð 015 - fnr. 250-2301 Reykjanesbæ.Íbúðin er á jarðhæð í 3 hæða fjölbýlishúsi í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Húsið er byggt árið 2019 og er birt stærð samkv. Þjóðskrá 80,6fm og þar af íbúðarhluti 75 fm og geymsla 5,6fm. Komið er inn í forstofu og á hægri hönd eru svefnherbergin tvö og baðherbergi og á vinstri hönd er eldhús og svo þar fyrir aftan er borðstofa og stofa. Á milli svefnherbergja og eldhúss er svo fataskápur fyrir yfirhafnir. Útgengt er úr stofu út á stóran pall með háum skjólveggjum sem snýr í suður.
FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Forstofa: Flísar á gólfi. Fataskápur fyrir yfirhafnir er um leið og komið er inn úr forstofu á milli svefnherbergisgangs og eldhúss.
Svefnherbergi: Eru tvö talsins og eru fataskápar í þeim báðum. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með góðri inngöngusturtu. Flísar á gólfi sem og á veggjum við strurtu. Hvít innrétting. Upphengt salerni. Handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara eru í rýminu.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt á stóran og góðan sólpall með skjólveggjum.
Eldhús: Parket á gólfi. Stór hvít innrétting. AEG bakaraofn og helluborð með viftu yfir. Uppþvottavél er innbyggð í innréttingu.
Pallur: Mjög stór og góður sólpallur með háum skjólveggjum.
Geymsla: Læst geymsla á jarðhæð sem er skráð 5,6 fm.
Lóð: Frágengin lóð og er tyrfð grasflöt í kringum húsið.
Bílastæði: Eru fyrir framan húsið og eru ekki merkt íbúðum en samkvæmt eigendum þá hefur það verið rætt að merkja stæði fyrir hverja íbúð.
Íbúðin er staðsett á í Innri-Njarðvík og er Stapaskóli stutt frá íbúðinni. Virkilega vönduð og falleg íbúð með flottu parketi á gólfi og hvítum innihurðum og innréttingum. Mjög stór pallur með háum skjólveggjum sem gerir nýtingu íbúðar mun betri og í raun stækkar íbúðina á góðviðrisdögum. Stutt á Reykjanesbrautina fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið og svo er stutt á Fitjar þar sem er þjónstukjarni með matvöruverslunum og veitingastöðum.Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.isÉg býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Remax því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.