Kasa fasteignir 461-2010.Stapasíða 11 F. Virkilega falleg og mjög mikið endurnýjuð 5 herbergja 164,6 fm endaíbúð í tveggja hæða raðhúsi ásamt innbyggðum bílskúr í Síðuhverfi á Akureyri.
Neðrihæð skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, gesta salerni, geymslu og bílskúr ásamt rúmgóðum sólpalli til suðurs.
Efrihæð skiptist í hol, fjögur svefnherbergi og baðherbergi ásamt norður og suður svölum.Neðrihæð:Forstofa: Flísar á gólfum og opið fatahengi
Þvottahús: Er flísalagt, bekkjarplata með plássi fyrir þvottavél og þurrkara undir plötu. Í þvottahúsi er annar innangur í eignina.
Gesta salerni: Flísar á gólfi og upp hluta af veggjum, upphengt salerni, lítill vaskaskápur og spegill með ljósi.
Eldhús er með flísum á gólfi, rúmgóð svört innrétting með efri og neðriskápum ásamt mjög góðu bekkjarplássi. Bakaraofn og combi ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur sem fylgir með við sölu. Bekkplata er flísalögð.
Stofa: er rúmgóð með flísum á gólfi, úr stofu er gengið út á sólpall til suðurs.
Stigi á milli hæða er teppalagður.
Geymsla: Er með flísum á gólfi og hillum, gengið er inn í bílskúr úr geymslu.
Bílskúr: Er innbyggður með flísalögðu gólfi. Rafdrifin bílskúrshurð.
Efri hæð:Svefnherbergi: eru fjögur, flísar á gólfum herbergja. Gengið er út á rúmgóðar norðursvalir úr hjónaherbergi og suðursvalir úr einu barnaherberginu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Hvít innrétting og handklæðaskápur. Innangeng sturta með gleri ásamt baðkari. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Hol: Rúmgott rými með flísum á gólfi og opnanlegum glugga. Nýtist í dag sem sjónvarpshol.
Árið 2021 var eignin mikið endurnýjuð, þar með talið:- Nýtt þak.
- Eldhús og eldhústæki.
- Baðherbergi á efri hæð.
- Gestasalerni.
- Innihurðar.
- Allt rafmagn.
- Öll gólfefni.
- Gólfhiti á neðrihæð og baðherbergi uppi.
- Búið að leggja lögn fyrir heitan pott frá hitaveitugrind og út á pall.
- Hús málað að utan sumar 2025.
Annað:- Frábært útsýni til suðurs.
- Geymsluloft yfir íbúð.
- Ljósleiðari kominn í íbúð.
- Stutt í leiksvæði, leik- og grunnskóla.
- Áætlað fasteignamat 2026: 87.200.000.-Nánari upplýsingar í síma 461-2010 eða á kasa@kasafasteignir.is------------Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.