Björt og vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð í vönduðu lyftuhúsi vel staðsett í Urriðaholtinu. Mjög gott útsýni er úr íbúðini og stutt er í alla helstu þjónustu m.a. skóla, leikskóla og útivistarsvæði.
** 3 svefnherbergi
** Frábært útsýni
** Stæði í bílakjallaraNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 118,2m2. þar af geymsla 18,6m2
Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Nánari lýsing
Forstofa með góðum fataskáp. Parketi á gólfi.
Eldhús með fallegri innréttingu frá Nobilia (GKS), ofn í vinnuhæð. innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa er í opnu og fallegu rými með útgengi út á svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott
með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi með hvítri innréttingu, upphengdu salerni, sturtu og handklæðaofni, flísar á veggjum að hluta og á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með parket á gólfi.
Þvottahús með innréttingu og flísum á gólfi.
Geymsla er í sameign og er 18,6m2.
Bílastæði fylgir íbúðinni í bílakjallara og er með tengingu fyrir bílahleðslustöð.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign.
Húsið er afar vandað og frágangur með besta móti. Húsið er álklætt og einangrað að utan og er byggt af ÞG verktökum.
Um hverfið
Íbúðin er staðsett á besta stað í Urriðaholti, alveg við grunnskólann og leikskólann Urriðaholtsskóla ásamt Vinagarði sem er stór almenningsgarður. Því eru næg leiksvæði fyrir krakka og útivistarsvæði fyrir fullorðna m.a. ærslabelgur, gervigrasfótboltavöllur í fullri stærð, körfuboltavellir og útiæfingaaðstaða ásamt skólalóð skólans. Von er á að þriðji og síðasti áfangi grunnskólans sem inniheldur íþróttahúsið og sundlaugina verði tilbúið vorið 2026. Í næsta húsi er einnig hverfiskaffihúsið Dæinn. Húsfélagið í Vinastræti 2-16 er afar öflugt og vel rekið.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.