Fasteignasalan Tröð og Leigulistinn s. 511-2900 kynna skrifstofuhúsnæði til leigu:
Fljótlega losnar bjart fullinnréttað skrifstofuhúsnæði á 2. og 3. hæð í lyftuhúsi í Sóltúni við hlið Kringlumýrarbrautar. Snyrtileg aðkoma og næg bílastæði á lóð, auk þess fylgja nokkur bílastæði í lokuðum bílakjallara. Lyfta er í sameign. Hægt er að fá aðgengi að skjalageymslum og tölvurými í kjallara ef að þörf krefur. Sturtur í sameign og hjólageymsla í bílakjallara fyrir þá sem vilja hjóla í vinnuna. Stutt er í stoðbrautir sem og nátturufegurð Laugardalsins. Eitt fyrirtæki er á þessum tveimur hæðum í dag, hvor hæð er í kringum 510 fm. Möguleiki er á tvískiptingu hæðanna beggja.
Húsnæðið leigist án vsk. Áhugasamir hafið samband við sölumenn okkar í s. 511-2900 og pantið skoðun.
trod.is .................... slóðin að réttu eigninni.