Skráð 27. sept. 2022
Deila eign
Deila

Huldubraut 46

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
331 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
267.000.000 kr.
Fermetraverð
806.647 kr./m2
Fasteignamat
129.600.000 kr.
Brunabótamat
120.650.000 kr.
Byggt 1992
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
3
Hæðar í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
437-A-003032/1992

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU STÓRGLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á SJÁVARLÓÐ MEÐ EINSTÖKU ÚTSÝNI OG AUKAÍBÚРVIÐ HULDUBRAUT 46 Í KÓPAVOGI.

Sérlega fallegt einbýlishús á pöllum, sannkölluð útsýnisperla, í vesturbæ Kópavogs.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á glæsilegan hátt að innan ásamt lóð á árunum 2015 til 2021.
Glæsilegar innréttingar, hurðar og gólfefni.
Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Innbyggður tvöfaldur bílskúr.
Aukaíbúð er ca. 65 fm. og er 3ja herbergja.  Auðvelt er að opna inn í aðalíbúð.
Húsið er skráð skv. Þjóðskrá 330,4 fm.  Íbúðarhluti er 284,7 fm. og bílskúr er 45,7 fm. 
Glæsileg lóð með góðum veröndum, grónum garði og ledlýsingu.  Þrjú góð bílastæði á lóð (auðvelt að fjölga um eitt bílastæði)
Góð aðkoma er að húsinu með góðum bílastæðum með snjóbræðslulögn. Öflug hleðslustöð hjá bílastæði fylgir.
Fasteignamat ársins 2023 verður kr. 174.150.000

Bókið skoðun: Óskar (oskar@fjarfesting.is).

Nánari Lýsing:

Mið pallur: Komið er inn í hol með flísum á gólfi og fataskáp.  Hiti er í gólfi í holi.
Innangengt er inn í 45,7 fm. snyrtilegan bílskúr með flísum á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum og sturtu með glerþili.
Gott svefnherbergi með parketi á gólfi.

Efsti pallur:   Stór og björt stofa og borðstofa með mikilli lofthæð , parketi á gólfi og fallegum arni. Stórfenglegt útsýni til norðurs yfir Fossvoginn, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík.  Gengið er út á svalir út frá stofu sem snúa í suð-vestur.
Opið eldhús með stórglæsilegri innréttingu frá Eirvík úr hvítlakkaðri og bæsaðri eik, borð- og veggplötum úr kvartssteini og glæsilegum eldhústækjum frá Miele.  Gólfhiti er í eldhúsi.  Gengið er út á svalir út frá eldhúsi sem snúa í norð-austur.

Neðri pallur:   Sjónvarpshol með parketi á gólfi og útgengi út í garð.  Mögulegt er að opna inn í aukaíbúð frá sjónvarpsholi.
Hjónasvíta með parketi á gólfi og góðum fataskápum.  Þar innaf er fallegt baðherbergi með gólfhita, flísum á gólfi og veggjum, fallegri innréttingu og rúmgóðri sturtu.

Neðsti pallur:   Hol með parketi á gólfi.
Gott svefnherbergi með parketi á gólfi, fataskáp og útgengi út í garð.
Þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu með góðu vinnuplássi.  Geymsla inn af þvottahúsi.

Aukaíbúð:   Komið er inn í hol með parketi á gólfi.
Opið eldhús með snyrtilegri innréttingu og parketi á gólfi.
Stofa með parketi á gólfi. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtu og innréttingu.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.

Endurbætur á árunum 2015-2021:
Nýjar sérsmíðaðar innréttingar (eldhús, stofa, baðherbergi, svefnherbergi, bóka- og fataskápar, skenkir o.fl.  Ný gólfefni og innihurðar.  Baðherbergi tekin í gegn. Nýjar raflagnir að stórum hluta. Nýjar vatnslagnir (allar kaldavatnslagnir og hluti heitavatnslagna). Nýjar ofnar að hluta (þilofnar í herbergjum og handklæðaofnar). Nýjar frárennslislagnir frá nýjum salernum. Nýleg verönd sunnan við húsið, gólf og skjólveggir úr vönduðum rauðbrúnum harðvið. Nýleg útigeymsla einnig úr rauðbrúnum harðvið. Nýuppgert þak (álklæðning, rennur og niðurföll.

Nánari upplýsingar hjá Óskari í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is).

Kostnaður kaupanda:

1.  Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.   2.  Þinglýsingar af hverju skjali er 2500 kr.
3.  Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.  4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
200
330.4
267
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache