RE/MAX / Brynjar Ingólfsson kynnir: Glæsileg og stór 3ja herbergja íbúð í Stuðlaborg á Kirkjusandi. Eignin er byggð úr afar vönduðum byggingarefnum og eru m.a. allir gluggar úr áli og klæðning hússins úr lituðu áli og sementstrefjaplötum.
Hljóðvist er verulega aukin í eigninni og er gengið mun lengra í þeim efnum en alla jafna tíðkast í íslenskum byggingum, m.a. með því að hafa loftræstikerfi í öllum rýmum íbúðanna og með aukinni hljóðeinangrun utan frá og á milli rýma innan byggingarinnar.
Stuðlaborg er glæsileg bygging hönnuð af hinni þekktu dönsku arkitektastofu Schmidt/Hammer/Lassen í samstarfi við VA arkitekta.
- Tvö baðherbergi
- Gólfhiti í allri eigninni
- Hjónaherbergissvíta með fataherbergi og baðherbergiSKOÐAÐU EIGNINA Í 3D HÉRGengið er inn í
anddyri með skáp. Parket á gólfi.
Hjónasvíta með opnu fataherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi 1 er inn af hjónasvítunni. Flísalagt er í hólf og gólf. Baðkar, handklæðaofn, upphengt klósett og innrétting með stein og undirlímdum vask.
Úr hjónaherbergi er gengið út á
svalir.Stofan er björt með gólfsíðum gluggum og útsýni út á sjó. Útgengt er á tvennar svalir frá stofunni.
Eldhúsið er opið inn í stofu með eyju. Steinn á borði og undirlímdur vaskur. Vönduð tæki frá Simens, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Herbergi 2 er við stofuna. Parket á gólfi og skápur. Rennihurð inn í herbergið.
Baðherbergi 2 er flísalagt í hólf og gólf með walk in sturtu, upphengt klósett, handklæðaofn og innrétting innrétting með stein og undirlímdum vask.
Þvottahús er við anddyrið. Flísar á gólfi og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Í sameign er
sér geymsla sem er 8,9 m².
Allar innréttingar eru spónlagðar, stílhreinar og glæsilegar með gripi en ekki höldum. Hurðir eru gereftalausar og sérlega fallegar. Íbúðinni fylgir hlutdeild í sameign sem er bílgeymslurými í kjallara. Það tengist bílgeymslurýmum undir aðliggjandi lóðum og sér sameiginlegt rekstrarfélag um rekstur bílageymslunnar. Íbúar geta lagt í bílageymslu gegn hóflegu rekstargjald sem er nú kr 8600 á mánuði.
Glæsileg og heillandi útsýnisíbúð á þessum vinsæla stað, sem er í göngufæri við útivistarperluna í Laugardal og falleg gönguleið meðfram strandlengjunni er til miðborgarinnar.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Brynjar Ingólfsson MSc, löggiltur fasteignasali í síma 666 8 999 / brynjar@remax.is