Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir fallega 115,0 fm 4ra herbergja endaíbúð með sérinngangi á jarðhæð, með palli og stæði í bílageymslu.
Eignin er 115,0 fm og samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, borðstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi. Geymsla (10,8 fm) er innifalin í fermetrafjölda íbúðar og er staðsett í sameign ásamt hjóla/vagnageymslu og stæði í bílageymslu.
Nánari Lýsing
Forstofa: Flísar á gólfi, rúmgóður fataskápur og fatahengi.
Eldhús: Falleg ljós innrétting, hvítt plexigler á milli skápa, nýr bakaraofn, nýtt helluborð, flísar á gólfi, opið er inn í borðstofu og stofu.
Stofa/borðstofa: Eru saman í opnu rými, harðparket á gólfi og útgengi á góðan pall þar sem sólar nýtur stóran hluta dags. Óbein lýsing frá Osram á sjónvarpsvegg með innfelldri dimmanlegri LED kappalýsingu ásamt góðum sjónvarpsskápum.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með skápum og harðparket á gólfi.
Barnaherbergi I: Harðparket á gólfi og góður skápur.
Barnaherbergi II: Harðparket á gólfi. Það er til fataskápur sem væri hægt að setja upp í herberginu. Baðherbergi: Er með ljósri innréttingu, glugga, baðkari/sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og er flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Er innan íbúðar, hvít innrétting, gluggi, vaskur, handklæðaofn og flísar á gólfi. Innrétting með skúffum undir tækjum og tæki í góðri vinnuhæð.
Geymsla: Rúmgóð 10,8 fm. sérgeymsla með góðum hillum og skáp er í sameign.
Hjóla/vagnageymsla: Er í sameign.
Stæði í bílageymslu: Rúmgott stæði í lítilli bílageymslu fylgir eigninni.
Lítil umferð er við húsið þar sem það er innst í botnlanga. Mjög stutt er í skóla, leikskóla og matvöruverslun.
Falleg og góð íbúð á jarðhæð með palli og stæði í bílageymslu í barnvænu hverfi.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
01/03/2017 | 34.900.000 kr. | 47.150.000 kr. | 115 m2 | 410.000 kr. | Já |
18/06/2015 | 29.400.000 kr. | 32.500.000 kr. | 115 m2 | 282.608 kr. | Já |
02/02/2011 | 20.300.000 kr. | 24.800.000 kr. | 115 m2 | 215.652 kr. | Já |
15/03/2007 | 25.210.000 kr. | 29.300.000 kr. | 115 m2 | 254.782 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
110 | 137 | 87,9 | ||
110 | 106.5 | 79,9 | ||
110 | 116.2 | 82,5 | ||
110 | 109.4 | 85,9 | ||
110 | 122.3 | 84,9 |