Fasteignaleitin
Skráð 15. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Smárarimi 40

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
173.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
129.900.000 kr.
Fermetraverð
748.272 kr./m2
Fasteignamat
125.900.000 kr.
Brunabótamat
90.750.000 kr.
Mynd af Herdís Sölvína Jónsdóttir
Herdís Sölvína Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1994
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2214540
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suður- og austur verönd
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Vantar ljós í ísskáp
Lind fasteignasala og Herdís Sölvína Jónsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallegt, bjart og vel skipulagt einbýli á einni hæð á skjólsælum stað í Grafarvogi. Góð aðkoma er að húsinu, fallegur og gróinn garður ásamt stóru bílaplani. Frábær staðsetning í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarkjarna, matsölustaði, skóla og leikskóla.

Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpsherbergi / hol, stofu, eldhús, þvottahús / búr, 3 svefnherbergi, baðherbergi, bílskúr og geymslu. Lóðin í kringum húsið er falleg og vel hirt. Stór og góð viðarverönd með skjólveggjum er fyrir framan hús til suðurs og önnur minni út frá stofu til austurs.
 Tveir skúrar eru á lóðinni, annar fyrir áhöld og hinn notaður sem geymsluskúr. Stórt hellulagt bílaplan er fyrir framan hús með snjóbræðslukerfi og fallegri lýsingu.

Stærð eignar er 173,6 fm. skv. FMR. en þar af er bílskúr 39,6 fm. 

Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Sölvína Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 862 0880 eða herdis@fastlind.is
Smelltu hér og fáðu söluyfirlit strax.


Nánari lýsing:
Forstofa: Er flísalalögð með gólfhita og viðar fataskáp. Mahóní útihurð.
Hol / sjónvarpsherbergi: Er parketlagt í opnu rými.
Stofa: Er parketlögð, rúmgóð og björt með stórum gluggum. Útgengi út á austur verönd.
Eldhús: Er með korki á gólfi, viðarinnréttingu frá Eldhúsvali, ljósri borðplötu og tækjum frá Siemens, ofn er í vinnuhæð. Þvottahús er inn af eldhúsi.
Þvottahús / búr: Er flísalagt og rúmgott með opnanlegum glugga. Útgengt er út á norður verönd.
Hjónaherbergi: Er parketlagt, rúmgott og með góðum viðar fataskápum.
Svefnherbergi II: Er parketlagt.
Svefnherbergi III: Er parketlagt með fataskáp.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Hvít innrétting með hvítri borðplötu og handlaug, upphengt salerni. Baðkar og sturtuklefi ásamt handklæðaofni og hita í gólfi.
Bílskúr / geymsla: Er 39,6 fm. með máluðu gólfi og handlaug ásamt mahoní bílskúrhurð með fjarstýringu. Geymsla er innst í bílskúr. 
Lóð: Stórt upphitað hellulagt bílaplan með fallegri lýsingu. Fallegur gróinn og vel hirtur garður er í kringum húsið með stórri verönd og skjólvegg til suðurs. Lítil verönd er til austurs. Tveir skúrar eru á lóð og annar nýttur undir verkfæri og hinn sem geymsluskúr.

Húsið hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum árin m.a.:
2024
Nýtt gler eftir þörfum síðustu ár en nýjustu glerin eru frá 2024. Ný gler eru á allri suðurhlið f. utan efstu rúður undir súð.
2024 Borið á þakkant.
2020 Hús málað. Málað og steypuviðgert eftir þörfum.
2019 Skipt um alla ofna í húsinu fyrir utan handklæðaofn, í bílskúr og geymslu.


Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 

** Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
** Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
** Frítt söluverðmat á þinni eign hér eða hjá Herdís Sölvína Jónsdóttir, sími 862 0880 / herdis@fastlind.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Jöfursbás 5C - íb. 502
Bílastæði
Opið hús:23. nóv. kl 13:00-13:30
Jöfursbás 5C - íb. 502
112 Reykjavík
135.3 m2
Fjölbýlishús
322
1019 þ.kr./m2
137.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5A - íb. 0306
Bílastæði
Opið hús:23. nóv. kl 13:00-13:30
Jöfursbás 5A - íb. 0306
112 Reykjavík
118.7 m2
Fjölbýlishús
32
993 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Skoða eignina Logafold 148
Skoða eignina Logafold 148
Logafold 148
112 Reykjavík
180 m2
Einbýlishús
615
775 þ.kr./m2
139.500.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 5
Bílastæði
Skoða eignina Jöfursbás 5
Jöfursbás 5
112 Reykjavík
133.1 m2
Fjölbýlishús
322
1051 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin