Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf., s. 665-8909 og fasteignasalan TORG kynnir rúmgóða sex herbergja íbúð við Asparfell 2
Umrædd eign er staðsett á 5. hæð í lyftuhúsi og er skv. fasteignayfirliti HMS samtals skráð 154,7 m2 en þar af er geymsla 4,3 m2.
Fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 83.600.000,- Íbúðin er mjög rúmgóð með fimm svefnherbergjum og bjartri stofu. Innan íbúðarinnar eru tvö nýleg baðherbergi. Frá íbúðinni er fallegt útsýni í átt að Snæfellsjökli.
Nánari lýsing:
Forstofa: parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi I: nýlega endurnýjað baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum, sturta, upphengt salerni, baðinnrétting undir vaski.
Eldhús: parket á gólfi, dökk eldhúsinnrétting með góðu borðplássi. Frá eldhúsi er útgengt út á svalir sem snúa í norð- vestur.
Stofa- og borðstofa: parket á gólfi, frá stofu er útgengt á rúmgóðar svalir sem snúa í suður.
Herbergi I: parket á gólfi.
Herbergi II: parket á gólfi.
Baðherbergi II: flísar á gólfi og veggjum að hluta, baðkar, upphengt salerni, baðinnrétting undir vask.
Herbergi III: parket á gólfi.
Hjónaherbergi IV: parket á gólfi og fataskápur.
Herbergi V: parket á gólfi.
Geymsla er á svefnherbergisgangi.
Ath. Búið er að breyta nýtingu eignar frá upphaflegum teikningum þar sem bætt var við herbergi við stofuna.
Geymsla 4,3 fm er á geymslugangi jarðhæðar.
Sameiginlegt þvottahús fyrir íbúðir á 5. hæð er staðsett á hæðinni. Vagna- og hjólageymsla er staðsett á 1. hæð hússins.
Tveir inngangar eru að húseign frá bílastæðum að framan og að sameiginlegum garði bakatil. Í Asparfelli 2-12 er starfandi húsvörður.
Rafmagnshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er á bílastæði við húsið.
Um er að ræða góða fjölskyldueign með rúmgóðum herbergjum, tveimur baðherbergjum og björtu alrými, þá er gott aðgengi og stutt í alla helstu þjónustu, verslun, skóla, leikskóla og almenningssamgöngur.
Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.