VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu fallega íbúð við Þjóðbraut 3, 300 Akranesi.
Eignin er samtals 86 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er nýleg, þriggja herbergja, er á fjórðu hæð í lyftuhúsi og inn í hana er gengið af inngangi af svölum. Íbúðin er fullbúin með gólfefnum, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.
Eignin telur forstofu, alrými með eldhús og stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, svölum, geymslu í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu og stæði í bílageymslu.
Innanhúsarkitektinn Rut Káradóttir sá um hönnun innréttinga, heildstætt lita, og efnisval þar sem áhersla var lögð á gott skipulag, fallegt útlit, gæði og góða nýtingu. Til gamans má geta að um er að ræða fyrsta fjölbýlishús sem Rut Káradóttir tekur að sér að hanna í frá grunni.
Eignin er laus fljótlega eftir kaupsamning. Áætlað fasteignamat 2025 er kr. 57.750.000,-Sjá staðsetningu hér.Nánari lýsing:Gengið er inn um aðalinngang á fyrstu hæð. Rampur frá götu (P-stæði) er til staðar sem auðveldar aðgengi hjólastóla og vagna/kerrra.
Lyfta í sameign gengur frá kjallara upp á efstu hæð. Þessi íbúð er staðsett á fjórðu hæð (næst efstu).
Forstofan er rúmgóð og björt, þrefaldur fataskápur, flísar á gólfi.
Þvottahús til hægri
með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, handlaug og skápum.
Svefnherbergi á vinstri hönd frá forstofu. Rúmgott, þrefaldur fataskápur.
Baðherbergi með handlaugarinnréttingu, upphengdu wc, walk-in sturtu og handklæðaofni.
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp og glugga til suðausturs.
Í opnu rými er
stofa,
borðstofa og
eldhús með Voke-3 innréttingu, eldunareyju með AEG span-helluborði og bakarofni með innbyggðum hitamæli. Yfir eyju er lofthengdur háfur af gerðinni Airforce. Innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur fylgja.
Stofa/borðstofa er björt, útgengt út á suðaustursvalir en þaðan er fallegt útsýni yfir fjöll og haf.
Gardínur og uppsett ljós get fylgt.
Geymsla 11,4 m² í kjallara, merkt 0026, er inní fermetratölu eignar. Einnig er þar
hjóla- og
vagnageymsla í sameign íbúa.
Bílastæði í frostfríum kjallara,
merkt B16, fylgir einnig.
Djúpgámar fyrir sorp eru á lóðinni.
Tvær
rafhleðslustöðvar eru við aðalinngang hússins.
Lóð og bílstæði frágengin og snyrtileg.
Miðsvæðis er leiksvæði sem íbúar geta fengið að njóta góðs af.
Stutt í leik- og grunnskóla, FVA, verslun og almenna þjónustu.
Gardínur og uppsett ljós get fylgt.
Gólfefni:
Vínilparket á herbergjum, eldhúsi og stofu/borðstofu.
Flísar á baði og þvottahúsi.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Aðrar eignir sem við seljum má sjá
hér.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.