Hraunhamar kynnir glæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum vel staðsett í Vallarhverfinu í Hafnarfirði, húsið er 222,4 fm og þar af er bílskúrinn 29,5 fm. Hér er um að ræða glæsilegt hús, innréttað á sérlega smekklegan hátt. Þetta er eign í sérflokki. Skipting eignarinnar: Neðri hæðin: Forstofa, hol, svefnherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, bílskúr og geymsla.
Efri hæðin: Hol, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og svalir.
-
Lýsing eignarinnar: Neðri hæðin:
Forstofa með fataskápum, innaf forstofunni er bílskúr og geymsla.
Gott hol.
Fallegt flísalagt
baðherbergi með innréttingu með sturtuklefa.
Rúmgott
svefnherbergi.Eldhús með smekklregri innréttingu frá Eldhúsval, mikið skápapláss. Fin borðstofa og stofa við hlið eldhús og þaðan er utangengt út í garðinn.
Efri hæðin: Fallegur snúinn
stigi á milli hæða, innfelld næturlýsing við stigann.
Fallegt opið
rými á efri hæðinni.
Rúmgott
sjónvarpshol.Tvo stór
barnaherbergi.Rúmgott
hjónaherbergi með fataskápum og fataherbergi.
Glæsilegt stílhreint
baðherbergi með baðkari, sturtuklefa með innbyggðum tækjum og innréttingu, blöndunartækin eru frá Ísleifi Jónssyni. Falleg óbein lýsing á baðherberginu.
Þvottaherbergi með
veglegri innréttingu og glugga.
Utangengt út á
svalir frá sjónvarpsholinu, einnig er
tölvurými við stiga.
Dimmerar í öllum herbergjum og íverurýmum. Gólfhitastýringar í öllum rýmum.
Ytra umhverfið. Lóðin er einstalega glæsileg og er fullfrágengin. Rúmgóð verönd með skjólgirðingu, yfirbyggð grillaðstaða, lýsing þar, Stór heitur pottur. Einnig er fín grasflöt fyrir framan og til hliðar við húsið. Hellulagt bílastæði fyirr 4 bíla og rafhleðslustöð.
Gólfefni eru flísar og hvíttað reykt eikarplankaparket frá Agli Árnasyni.
Falleg innfelld halogenlýsing á báðum hæðum. Ledlýsingarbúnaður í eldhúsi.Húsið er fullbúið að innan sem utan. Frábært fjölskylduhús. Eignin er innréttuð á vandaðan máta, allt fyrsta flokks. Vönduð eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s.698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.is