Fasteignaleitin
Skráð 1. apríl 2025
Deila eign
Deila

Þorfinnsgata 8

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
115.1 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
103.900.000 kr.
Fermetraverð
902.693 kr./m2
Fasteignamat
83.000.000 kr.
Brunabótamat
61.600.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1935
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2008750
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða 3-4 herbergja íbúð á 2. hæð að Þorfinnsgötu 8, 101 Reykjavík. Íbúðin og húsið hafa fengið mikið og gott viðhald síðustu ár og er það listað hér að neðan. Húsið er teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni arkitekt og stendur á stórri og glæsilegri hornlóð á horni Þorleifsgötu og Leifsgötu. Eignin skiptist í gang, 2 rúmgóð svefnherbergi, samliggjandi eldhús og borðstofu, stofu, baðherbergi og stúdíó með sér salerni í kjallara (merkt sem geymsla skv. teikn og HMS). Inngangur er sameiginlegur með íbúð á 3. hæð, ein íbúð á hverri hæð. Lóðin er hin glæsilegasta með upphitaðari hellulögn í kringum húsið, sameiginlegri viðarverönd íbúa, grasfleti og fallegum stórum trjám. Í kjallara er 24,9fm herbergi með salerni sem býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika. Hefur rýmið verið nýtt og leigt út sem vinnustofa listamanna í meira en ár og er vilji leigutaka að halda áfram að leigja það.

Hér má sjá video af eigninni

Frábær staðsetning á rólegum og eftirsóknarverðum stað í miðbænum með alla helstu þjónustu og verslun, skólum á öllum stigum ásamt fjölbreyttri flóru kaffi- og veitingastaða í nánasta nágrenni.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is


Eignin Þorfinnsgata 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-8750, birt stærð 115.1 fm. Þar af er íbúð merkt 010201 skráð 90,2fm og stúdíó/geymsla merkt 010003 skráð 24,9fm

Framkvæmdasaga: 
2015:
 - Nýtt gler í allt húsið og gluggar gerðir upp. Allt gler endurnýjað og fúgaviðgerðir gerðar á gluggakörmum. Ný regnvatnsrenna sett upp.
2018:
 - Lögð ný drenlögn og skólplögn endurnýjað. 
 - Baðherbergi standsett og hiti lagður í gólf. Handklæðaofn settur upp og ný vönduð blöndunartæki frá Vola. Bað, vaskur og salerni keypt í                   Tengi. Flísar frá Agli Árnasyni.
 - Allar neysluvatnslagnir endurnýjaðar fyrir 2 hæðina. 
2019:
- Ný hurð út í sameignina, brunahurð með góðri hljóðeinangrun. Einnig sett ný brunahurð í sameignina á fyrstu hæðinni.
- Þrýstijafnari endurnýjaður á lagnagrind. 
2020:
 - Þakjárn endurnýjað.
 - Sprungu- og múrviðgerðir gerðar á húsinu. Allir gluggar málaðir að utan. 
 - Í íbúðinni sjálfri voru gluggar málaðir að innan og ný stormjárn sett á alla glugga. 
 - Ný stétt lögð í garðinum og hann byggður upp að hluta. Nýtt gras lagt á hluta garðsins sem hafði skemmst við framkvæmdir síðustu ára. 
 - Öll sameignin máluð í stíl. Þvottahús málað og gólfið flotað og lakkað. 
2021
 - Eldhús flutt í borðstofurými og skipulagi íbúðar breytt.
 - Fyllt í hurðargat, hurðarkarmar fjarlægðir og rýmið opnað.
 - Ný rafmagnstafla í eldhúsi.
 - Rafmagn endurnýjað
 - Gólf og listar endurnýjað
2023:
Ytri byrði:
 - Hitalagnir lagðar í stétt við hús
 - Rafmagn lagt og lýsing við stétt upp að húsi
 - Garður tekinn í gegn og skipulagi hans breytt og uppgert.
Kjallararými:
 - Vatsnlagnir teknar inn og kjarnaborað fyrir klósetti og vaski.
 - Hefur rýmið verið nýtt og leigt út sem vinnustofa listamanna í meira en ár.

Nánari lýsing:
Stigagangur: Sameiginlegur með 3ju hæðinni. Gengið inn í stigagang vestan megin við hús. Snyrtilegur teppalagður stigagangur. 
Gangur: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Rúmgott barnaherbergi
Svefnherbergi II: Mjög rúmgott með upprunalegum innbyggðum skápum. Gott skápapláss.
Baðherbergi: Baðherbergi standsett. Hiti lagður í gólfið, handklæðaofn settur upp og ný vönduð blöndunartæki frá Vola. Flísar frá Agli Árnasyni á gólfi og veggjum. Bað, vaskur og salerni keypt í Tengi.
Stofa: Rúmgóð og björt með fallegum hornglugga. Opið og í góðri tengingu við borðstofu og eldhús. Hægt að loka á milli með innbyggðum rennuhurðum sem liggja á milli veggja.
Eldhús/Borðstofa: Eldhús er sérhannað og fært inn í borðstofu. Ný eldhúsinnrétting uppsett árið 2021 með sérpanntaðari gegnheillri eikarborðplötu á eldhúsbekk. Eldhústæki eru innbyggð og eru af gerðinni Whirlpool/Electrolux, ísskápur, spanhelluborð ásamt bakara- og örbylgjuofni í vinnuhæð. Opnar upphengdar hillur á vegg. Fallegt og vel hannað eldhús með góðu skápa- og vinnuplássi. Samliggjandi borðstofu og hálf opið við stofu.
Stúdíó/Geymsla: 24,9fm rými í kjallara með sér salerni. Hefur fjölbreytta nýtingarmöguleika. Kjarnaborað var fyrir salerni og sturtu í rýminu árið 2023. Búið er að útbúa salernisaðstöðu í rýminu. Hefur rýmið verið nýtt og leigt út sem vinnustofa listamanna í meira en ár.

Gólfefni: Parket á gólfi í öllum rýmum íbúðar að undanskyldu baðherbergi sem er flísalagt. Málað gólf í stúdíó herbergi í kjallara.
 
Sameign: Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Hver með sýna vél og rafmagnstengil. Þvottahús málað og gólfið flotað og lakkað 2020.

Lóð: Afar falleg og snyrtileg hornlóð. Garðurinn hefur verið tekinn í gegn á undanförnum árum þar sem upphitaður og upplýstur göngustígur í kringum hús hefur verið lagður og nýjar grastorfur að hluta. Sameiginleg viðarverönd. Falleg gróin tré.

Afar falleg eign á eftirsóttum og rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur hverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við fjölbreytt úrval kaffi- og veitingastaða, leikhús, listasöfn og tónleikastaði býður upp á einstaka möguleika og mikil lífsgæði.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/03/202153.450.000 kr.54.900.000 kr.115.1 m2476.976 kr.
26/02/201529.600.000 kr.3.000.000 kr.92.6 m232.397 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Tryggvagata 13
Skoða eignina Tryggvagata 13
Tryggvagata 13
101 Reykjavík
111.3 m2
Fjölbýlishús
322
978 þ.kr./m2
108.900.000 kr.
Skoða eignina Tryggvagata 23
Skoða eignina Tryggvagata 23
Tryggvagata 23
101 Reykjavík
85 m2
Fjölbýlishús
322
1293 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Tryggvagata 21
Skoða eignina Tryggvagata 21
Tryggvagata 21
101 Reykjavík
88.2 m2
Fjölbýlishús
322
1235 þ.kr./m2
108.900.000 kr.
Skoða eignina Þórsgata 12
3D Sýn
Skoða eignina Þórsgata 12
Þórsgata 12
101 Reykjavík
125.7 m2
Fjölbýlishús
413
756 þ.kr./m2
95.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin