Fasteignaleitin
Opið hús:17. jan. kl 14:00-14:30
Skráð 12. jan. 2026
Deila eign
Deila

Nesbali 20

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Seltjarnarnes-170
202 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
170.000.000 kr.
Fermetraverð
841.584 kr./m2
Fasteignamat
152.600.000 kr.
Brunabótamat
93.350.000 kr.
Byggt 1975
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2067972
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta.
Raflagnir
Endurnýjað að hluta.
Frárennslislagnir
Ekki vitað.
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta.
Þak
kominn tími á málun.
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Já.
Upphitun
Hitaveita.
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND Fasteignasala og Guðmundur Hallgrímsson lgfs kynna Nesbala 20 Seltjarnarnesi.

Lýsing:

•    Fallegt og vel skipulagt 202,0 fm raðhús á tveimur hæðum með bílskúr, á 482,0 fm eignalóð.
•    Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð á undanförnum árum og skiptist í forstofu, stórt alrými, opið eldhús, borðstofu og stofu, 5 svefnherbergi, tvö baðherbergi, bar og um 30 fm óskráð afþreyingarrými.
•    Á efri hæð eru stórar suðvestur-svalir og á neðri hæð er mjög stór og skjólgóð viðarverönd sem þekur allan garðinn, með heitum potti og geymsluskúr.
•    Bílskúr er 58,0 fm.
•    Einstaklega fallegt fjölskylduhús á eftirsóttum stað þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug, heilsurækt, verslanir, útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir.

Nánari lýsing – Neðri hæð:
Forstofa: Forstofa er flísalögð með vönduðum flísum frá Ebson og með gólfhita. Þaðan er gengið inn í opið alrými, einnig með gólfhita.
Baðherbergi: Baðherbergi er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf. Hvít vaskinnrétting með speglaskáp, handklæðaofn, upphengt salerni og sturta með smásteinaflísum í botni.
Svefnherbergi: Svefnherbergi á neðri hæð eru tvö; annað er rúmgott og bjart með parketi, hitt með kókosteppi.
Bar- og afþreyingarrými: Bar- og afþreyingarrými er í sólskála – óskráð, tæpl. 30 fm rými með miklum möguleikum. Barborð og skápar voru nýlega sett upp og vandað kókosteppi á gólfum. Útgengt er út á stóra og skjólgóða viðarverönd með heitum potti og geymsluskúr.
Bílskúr og þvottahús: Innangengt er í 58 fm bílskúr með sjálfvirkri hurð. Þar er jafnframt þvottahús með góðum innréttingum. Bílskúr hefur verið nýttur sem geymslu- og æfingarrými.

Nánari lýsing – Efri hæð:
Eldhús: Eldhús er rúmgott og bjart, flísalagt með hvítum innréttingum, góðu skápaplássi og flísum á milli skápa. Bökunarofn er í vinnuhæð. Undir flísum er fræst fyrir gólfhita og er lagnakerfið tilbúið til tengingar.
Stofa og borðstofa: Opið er inn í borðstofu og stofu með útgengi á stórar suðvestur-svalir.
Svefnherbergi: Við stiga er opið rými og gangur sem leiðir að þremur svefnherbergjum.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með fallegum hljóðeinangrandi panel frá Ebson á vegg.
Baðherbergi: Baðherbergi er að mestu upprunalegt, flísalagt í hólf og gólf, með baðkari, hvítri vaskinnréttingu, speglaskáp og stórum opnanlegum glugga.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is  


Endurbætur síðustu ára:
2025
•    Hús málað að utan að stórum hluta.
•    Klætt og einangrað að utan við hurð út í garð.
•    Þakrenna og niðurfall endurnýjað að aftan.
•    Þakkant skipt út að hluta og málaður.
•    Bílskúrshurð, ruslageymsla og beð málað.
•    Geymsla á palli máluð.
2024
•    Fataskápar endurnýjaðir í forstofu og flestum herbergjum.
•    Hurðum á efri hæð skipt út (Birgisson).
•    Teppi lagt á stiga.
•    Bílskúr málaður og settur upp að hluta sem líkamsrækt.
2023 
•    Loft tekið niður og rafmagn endurnýjað í stofu, eldhúsi og stigagangi.
•    Innfelld lýsing sett.
•    Rafmagnstöflur yfirfarðar og endurnýjaðar að stórum hluta.
•    Parket endurnýjað á efri hæð.
•    Hús málað að innan.
•    Ný tvískipt hurð út á verönd og geymsluskúr settur upp.
2021–2022
•    Parket lagt á neðri hæð.
•    Gólfhiti settur í forstofu og hol.
•    Húsið málað.
•    Ný rennihurð milli hols og sólskála.
•    Innihurðir endurnýjaðar á neðri hæð.
•    Miðstöð lagna endurnýjuð.
2017
•    Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað.
•    Bar og kókosteppi sett í afþreyingarrými.
•    Pallur smíðaður og heitur pottur settur upp.
•    Rafmagnstenglum skipt út að mestu.
2016
•    Allir gluggar og svalarhurð endurnýjuð.
•    Nýjar lagnir í eldhúsi og frárennslislagnir endurnýjaðar.

Athugið: Skipulagi neðri hæðar hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum, m.a. með viðbót á sólskála.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is  

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
29/09/2023109.350.000 kr.140.000.000 kr.202 m2693.069 kr.
22/08/201450.200.000 kr.58.000.000 kr.202 m2287.128 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026
Lind fasteignasala ehf
https://www.fastlind.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bollagarðar 5
Skoða eignina Bollagarðar 5
Bollagarðar 5
170 Seltjarnarnes
184.7 m2
Raðhús
514
920 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Bygggarðar 31, 103
Bílastæði
Opið hús:18. jan. kl 12:00-13:00
Bygggarðar 31, 103
170 Seltjarnarnes
147.1 m2
Fjölbýlishús
423
1107 þ.kr./m2
162.900.000 kr.
Skoða eignina Bygggarðar 29, 104
Bílastæði
Opið hús:18. jan. kl 12:00-13:00
Bygggarðar 29, 104
170 Seltjarnarnes
145.9 m2
Fjölbýlishús
423
1117 þ.kr./m2
162.900.000 kr.
Skoða eignina Bygggarðar 5, 104
Bílastæði
Opið hús:18. jan. kl 12:00-13:00
Bygggarðar 5, 104
170 Seltjarnarnes
151.7 m2
Fjölbýlishús
524
1119 þ.kr./m2
169.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin