Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og vel staðsett þriggja herbergja 91,5 fm. íbúð á 4. hæð með yfirbyggðar svalir sem snúa í vestur með flott og gott útsýni m.a til sjávar og fjalla. Sér stæði lokaðri í bílageymslu, merkt E075 fylgir íbúðinni. Íbúðin er skráð 91,5 fm., þar af er sér geymsla 8,7 fm.
Um er að ræða nýlegt og gott hús með lyftu, byggingarár hússins er 2021. Góður, fallegur og skjólgóður inngarður er á milli húsanna með gróðri, göngustígum, bekkjum og leiksvæði með leiktækjum.
Íbúðin skiptist í anddyri/gang, opið alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Útgengi er út á góðar yfirbyggðar svalir úr stofu. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Harðparket á gólfum að undanskildu baðherbergi, þar eru flísar á gólfi.
Smelltu á link til að sjá íbúðina í 3-DBókið skoðun hjá: Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing: Gengið er inn mjög snyrtilegan sameiginlegan inngang fyrir framan hús eða komið inn um bílageymslu. Íbúðin er á 4. hæð, komið er inn í anddyri/gang með hvítum fataskáp, þaðan er gengið inn í opið og bjart alrými með gólfsíðum gluggum. Alrými samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengi er út frá stofu út á góðar yfirbyggðar svalir sem snúa í vestur með flott og gott útsýni m.a til sjávar og fjalla. Eldhús er opið inn í stofu með hvítri innréttingu á vegg og eyju við vegg. Innfelldur ísskápur og innfelld uppþvottavél. Bökunar ofn er í vinnuhæð. Spanhelluborð og gott vinnu og borðpláss á eyju sem hægt er að setjast við. Svefnherbergin eru tvö, bæði björt og rúmgóð með hvítum fataskáp/fataskápum. Baðherbergi er með hvítri innréttingu með handlaug og skúffum þar fyrir neðan. Speglaskápur þar fyrir ofan með lýsingu í. Upphengt salerni og sturta með sturtugler þar við hlið ásamt handklæðaofni. Flísalagðir veggir við sturtu. Inn á baðherbergi er innskot fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er staðsett í sameign um 8,7 fm. að stærð. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Sér bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúð ( merkt E075), grunnstöð til staðar fyrir rafmagnsbíla.
Sameiginlegur skjólgóður inngarður er á milli húsanna með gróðri, göngustígum, bekkjum og leiksvæði með leiktækjum.
Staðsetning er góð og eftirsótt í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur á veitingahús, söfn, tónleika, sund eða niður á Tjörn. Íþróttaaðstaða Vals er við Hlíðarenda svæðið því stutt að fara fyrir börn og unglinga sem búa á svæðinu. Gönguleiðir um Öskjuhlíðina ásamt flottum hjólreiðaleiðum allt í kring.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma
661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.