Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 2ja herbergja sérbýli í Hjallaseli 35 í Reykjavík. Fyrir 60 ára og eldri. Parhúsið er á einni hæð og með aukinni lofthæð. Gluggar eru á þrjá vegu og garður er gróinn með viðarverönd út frá stofu til suðurs. Bílastæði er alveg við inngang. Einnig göngustígur sem leiðir mann beint niður í Seljahlíð, þar sem ýmis þjónusta er í boði. Húsið er því vel staðsett. Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, herbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 70 m2. **HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN ! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:Forstofa er inn af SA- gafli húss. Þrefaldur hvítur forstofuskápur og fatahengi. Inn af forstofu er geymsla.
Stofa er með gluggum til suðurs og útgengi er út á afgirta viðarverönd. Parket á gólfi stofu.
Eldhús er með hvítri innréttingu og milli efri og neðri skápa eru ljósar veggflísar. Stæði er fyrir uppþvottavél. Ofn, helluborð og gufugleypir. Korkur á gólfi.
Herbergi er rúmgott með innfelldum skápum í einum vegg. Parket á gólfi.
Baðherbergi er mjög rúmgott með þreplausum sturtuklefa. Hvít innrétting undir handlaug og grá borðplata. Veggfest skápaeining með spegli og ljósi. Upphengt salerni og veggfest salernisstoð. Stæði fyrir þvottavél. Hvítar veggflísar og ljósdrapplitaðar á gólfi. Gluggar og opnanlegt fag.
Geymsla inn af forstofu er með skápum á einum vegg og gegnt þeim er lagnagrindin. Gluggi með opnanlegu fagi. Málað gólf.
Bílastæði er alveg við inngang. Gott aðgengi er fyrir bíla því húsið er í botnlanga og því auka rými í götu. Við hús eru hellulagðar stéttar og bílaplan. Að öðru leiti er garðurinn gróinn og með viðarverönd.
Göngustígur niður í
Seljahlíð er bein og greið leið frá útidyrahurð og að inngangi inn að aðalinngangi í Seljahlíð. Í Seljahlíð er hægt að sækja félagsstarf sem og fá þar hádegismat alla daga vikunnar. Einnig starfar þar fótaaðgerðarfræðingur. Seljahlíð er bæði þjónustuíbúðarkjarni og hjúkrunarheimili og er þar vakt allan sólahringinn.
ATH að um dánarbú er að ræða og þekkja seljendur ekki ástand eignar. Kaupandi er hvattur til að skoða eignina vel.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-