Fasteignaleitin
Skráð 22. sept. 2025
Deila eign
Deila

Þangbakki 10

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
81.8 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
793.399 kr./m2
Fasteignamat
54.450.000 kr.
Brunabótamat
41.600.000 kr.
Mynd af Helen Sigurðardóttir
Helen Sigurðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1979
Þvottahús
Lyfta
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2046991
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
9
Hæðir í húsi
9
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar / endurnýjaðar að mestu leiti
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler / upprunalegt
Þak
Þakjárn endurnýjað / þak yfirfarið áður en seljendur kaupa eignina ca. 2018-19
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita / gólfhiti settur
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Á aðalfundi 2024 var samþykkt tilboð í tilfærslu á dyrasíma útfyrir dyr(búið að gera), Einnig var stjórn veitt heimild til að leita tilboða í eftirfarandi atriði, lagning lagna vegna eftirlitskerfi, kostnaður vegna uppsetningu á djúpgámum og að fylgja framkvæmdaráætlun eftirlitsaðila. Sjá nánar aðalfundargerð 12.03.2024.
Samkv. fundargerð aðalfundar 2024 9. liðar b) kynnti formaður framkvæmdaáætlun eftirlitsmann varðandi gluggaviðgerðir/endurnýjun á ákveðnum gluggum, lagfæringar í sameign og fleiri smáatriði, heildarkostnaður áætlaðu 8.350.000 kr. Samþykkt var tillaga um að stjórn myndi vinna eftir þessari kostnaðaráætlun. Samkv. seljanda vilja þau gera gluggaviðgerðir í þessari íbúð á þessu ári og á næsta ári yrði hliðin sem snýr að bíóinu ( suðvestur hliðin ) gerð. Frestaðist og á núna að vera gert fyrir lok árs 2025. Lagfæringar á veggjum að innan verða innifaldar og nýjum eigendum að kostnaðarlausu.
Á aðalfundi 2025 var samþykkt tilboð í lásaskipti og stjórn veitt heimild til að láta mála anddyri og innganga. Stjórn var falið að leita tilboða í nýjar úti- og geymsluhurðir. Einnig var stjórn falið að skoða niðurfallsrennur. Sjá aðalfundargerð 19.03.2025
 
Gallar
Litamismunur í horni á baðherbergisgólfi, pípari hefur athugað, mælir með að annað hvort lakka aftur eða framlengja sturtubotn að vegg.
Athugast skal að samkv. fyrri seljanda voru gömul rakaummerki í lofti í svefnherbergi síðan áður en þak var lagfært 2019-2019. 
Ath. rakaummerki eru á veggjum hjá gluggum til suðvesturs - lagfæring á því öllu saman er innifalin samkv. samskiptum við verktaka.
Kvöð / kvaðir
Athugast skal að seljendur opnuðu vegg á milli eldhúsi og stofu en teikningar hafa ekki verið uppfærðar miðað við þær framkvæmdir.
Mikið endurnýjuð "penthouse" íbúð í góðu lyftuhúsi við Þangbakka 10, Reykjavík.

* Glæsilegt útsýni
* Endurnýjað eldhús, baðherbergi, flæðandi sjónflot í gólfi og gólfhiti
* Húsfélag leigir út rými á jarðhæð hússins og leigutekjur renna í hússjóð
* Á síðustu árum hefur verið endurnýjun á lóð við húsið, hellur, blómakassar, gróður og falleg aðkoma.
* Lyfta hefur verið endurnýjuð.


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Eignin er skráð samkv. Fasteignaskrá Íslands 81,8 m2 og fyrirhugað fasteignamat 2026 er 58.650.000 kr. 

Íbúðin skiptist í anddyri, stofu / borðstofu, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi og sérgeymslu.
Anddyri er opið með alrými.
Stofa / borðstofa er opin og björt með sjónfloti á gólfi. Fallegt útsýni og rúmgott rými. Útgengt út á L-laga svalir til suðurs og vesturs, um 20 m2.
Eldhús er með U-laga innréttingu, bakarofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð og pláss fyrir amerískan ísskáp.
Baðherbergi er með sjónfloti á gólfi, upphengdu salerni, walk-in sturtu, handklæðaofni og innréttingu með handlaug og skúffum.
Svefnherbergi 1 er með fataskáp og sjónflot á gólfi.
Svefnherbergi 2 er opið í dag með stofu en auðvelt væri að loka með vegg og hurð.
Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni fyrir íbúðir 9. hæðar.
Sérgeymsla er í sameign á jarðhæð, skráð 5,8 m2. Þar er einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Fjöldi bílastæða á sameiginlegri bílastæðalóð.

Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og örstutt í stofnbrautir. Mikil þjónusta, menning og verslun á næsta leiti sem og fallegar gönguleiðir og Elliðaárdalurinn

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
10/04/202453.850.000 kr.59.250.000 kr.81.8 m2724.327 kr.
20/06/202035.400.000 kr.37.200.000 kr.81.8 m2454.767 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Leirubakki 14
Opið hús:04. nóv. kl 19:00-19:30
Skoða eignina Leirubakki 14
Leirubakki 14
109 Reykjavík
82.2 m2
Fjölbýlishús
312
765 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Flúðasel 61
Skoða eignina Flúðasel 61
Flúðasel 61
109 Reykjavík
96.1 m2
Fjölbýlishús
312
661 þ.kr./m2
63.500.000 kr.
Skoða eignina Flúðasel 61
Bílastæði
Skoða eignina Flúðasel 61
Flúðasel 61
109 Reykjavík
97.3 m2
Fjölbýlishús
413
698 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Engjasel 35
Bílastæði
Skoða eignina Engjasel 35
Engjasel 35
109 Reykjavík
90.3 m2
Fjölbýlishús
312
719 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin