Mikið endurnýjuð "penthouse" íbúð í góðu lyftuhúsi við Þangbakka 10, Reykjavík.
* Glæsilegt útsýni
* Endurnýjað eldhús, baðherbergi, flæðandi sjónflot í gólfi og gólfhiti
* Húsfélag leigir út rými á jarðhæð hússins og leigutekjur renna í hússjóð
* Á síðustu árum hefur verið endurnýjun á lóð við húsið, hellur, blómakassar, gróður og falleg aðkoma.
* Lyfta hefur verið endurnýjuð.Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.iswww.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurEignin er skráð samkv. Fasteignaskrá Íslands 81,8 m2 og fyrirhugað fasteignamat 2026 er 58.650.000 kr. 
Íbúðin skiptist í anddyri, stofu / borðstofu, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi og sérgeymslu.Anddyri er opið með alrými.
Stofa / 
borðstofa er opin og björt með sjónfloti á gólfi. Fallegt útsýni og rúmgott rými. Útgengt út á L-laga 
svalir til suðurs og vesturs, um 20 m2.
Eldhús er með U-laga innréttingu, bakarofn og örbylgjuofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð og pláss fyrir amerískan ísskáp.
Baðherbergi er með sjónfloti á gólfi, upphengdu salerni, walk-in sturtu, handklæðaofni og innréttingu með handlaug og skúffum.
Svefnherbergi 1 er með fataskáp og sjónflot á gólfi.
Svefnherbergi 2 er opið í dag með stofu en auðvelt væri að loka með vegg og hurð.
Sameiginlegt 
þvottahús er á hæðinni fyrir íbúðir 9. hæðar.
Sérgeymsla er í sameign á jarðhæð, skráð 5,8 m2. Þar er einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Fjöldi bílastæða á sameiginlegri bílastæðalóð.
Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og örstutt í stofnbrautir. Mikil þjónusta, menning og verslun á næsta leiti sem og fallegar gönguleiðir og Elliðaárdalurinn
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.