LIND fasteignasala kynnir bjarta og fallega tveggja herbergja íbúð á 4. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi við Eskivelli 1 í Hafnarfirði. Fallegt útsýni til sjávar og til fjalla. Eldhús og stofa í opnu rými, rúmgott svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Sérgeymsla í sameign og lítil aukageymsla innan íbúðar. Íbúðin er skráð 69,8 fm hjá Þjóðskrá Íslands, þar af er sér geymsla í sameign 2,6 fm. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er við sameiginleg bílastæði. Vel skipulögð eign í fjölskylduvænu hverfi þaðan sem stutt er í matvöruverslanir, íþróttamiðstöð, sundlaug, skóla og leikskóla.
Áætlað fasteignamat 2026: 56.950.000 kr.Íbúð 403:Forstofa: Dúkur á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Ljós innrétting góðu skápaplássi. Eldhús og stofa eru í opnu rými.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt, dúkur á gólfi, útgengi á vestursvalir. Fallegt útsýni til sjávar og til fjalla þar sem Keilir blasir við.
Svefnherbergi: Dúkur á gólfi, fataskápar.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, innrétting með handlaug, baðkar með sturtuaðstöðu og sturtugleri, upphengt salerni.
Þvottahús: Innan íbúðar. Flísar á gólfi. Lítil aukageymsla er fyrir framan þvottahúsið, flísar á gólfi, borðplata með skolvaski.
Sérgeymsla (2,6 fm) í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900.- með vsk.