Álfholt 56C, 220 Hafnarfjörður er björt og hugguleg 4ra herbergja íbúð með suðursvölum á 4. hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1991. Um er að ræða 100,2 fermetra eign eða íbúðarrými ásamt sér geymslu í sameign sem ekki er skráð inn í heildarfermetratölu. Íbúðin er vel skipulögð með þremur svefnherbergjum, baðherbergi, stofu, eldhúsi og sér geymslu í sameign. Á eldri teikningum var gert ráð fyrir þvottavel og þurrkara inn á baðherbergi, en því hefur verið breyt og fært inn í eldhús innréttingu. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, skipt um eldhúsinnréttingu og tæki árið 2018. Baðherbergi allt endurnýjað ásamt gólefni og skápum árið 2019. Þá hefur verið dregið inn nýtt rafmagn og skipt um allt í rafmagnstöflu. Dyrasími, tenglar og rofar nýlegir og þá var öll íbúðin máluð árið 2021. Stór og mikið bílastæði framan við hús.
Upplýsingar um eignina og bókun skoðunar veitir: Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali í síma 772 0102, asgeir@procura.is og skrifstofa Procura fasteignasölu í síma 497 7700, fasteignir@procura.is
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 100,2 fm og sér geymsla í sameign sem ekki er inn í heildarfermetratölu íbúðar.
Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp og parketi á gólfi
Stofa: björt og
rúmgóð með parketi á gólfi og útgengi á suðursvalir með góðu útsýni yfir Faxaflóa og Reykjanes. Gluggar einnig til norðurs með góðu útsýni yfir borgina.
Eldhús: er opið með stofu og með eikar innréttingu, vönduðum tækjum og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott með parketi á gólfum og stórum fataskáp
Svefnherbergi 2 og 3: með parketi á gólfum og annað þeirra með fataskáp
Baðherbergi: með hvítri vask innréttingu, sturtu, upphengdu salerni og flísalagt í hólf og gólf
Bílastæði: stórt og aðgengilegt bílstæði fyrir framan hús.
Geymsla: í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Sameign: snyrtileg og vel um gengin.
Lóð: Lóðin er sameiginleg, ágætlega hirt og snyrtileg.
Íbúðin er staðsett á góðum og fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í leikskólann Álfstein og Hvaleyraskóla. Þá er stutt í alla helstu þjónustu, verlsanir og iðandi íþróttalíf. Stutt í heillandi göngu og hjólasvæði við Ástjörn og Hvaleyravatn.
- - -
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Procura fasteignasölu í síma 497 7700, fasteignir@procura.is og Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali í síma 772 0102, asgeir@procura.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.500 kr. fyrir hvert skjal. - Kynntu þér fasteignaþjónustu Procura og nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.