Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu:
TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU OG BÚSETU með stórbrotinni fjallasýn í landi Minna-Hofs á Rangárvöllum, 15km frá Hellu.
Tvö glæsileg 58fm gestahús á tveimur hæðum á 2,8ha íbúðarlóð (eignarlóð) hvar byggja má allt að sex hús, 600fm að stærð samtals.
Heimilt að vera með heilsárs útleigu í flokki 2 fyrir allt að 10 manns í tveimur húsum af sex leyfilegum á hverri lóð.
Nánar um húsin:
Komið er inn í netta forstofu með baðherbergi á hægri hönd. Þar er upphengt klósett, sturta með glervegg og vaskur á skúffuskáp, flísar á gólfi og veggjum.
Þá stofa með rúmlega 5m lofthæð og stórum gluggum til norð-austurs og listaverki, handmáluðu af Halli Karli listmálara á vegg. Í framhaldi er eldhúskrókur með tveimur hellum, vaski og ísskáp, harðparket á gólfum.
Brattur stígi uppi á 15,7fm svefnloft og svalir til norð-vesturs, geymsla undir þeim. Húsin eru hituð með varmadælu, loft í loft og 300L hitakútur er í hvoru húsi fyrir neysluvatn.
Þau standa á steyptum sökklum, eru klædd með láréttri viðarklæðningu að utan, gluggar og hurðir úr tré og ásoðinn tjörupappi á þaki.
Lóðin er eignarlóð í klasa sem telur 41 lóð og er heimilt samkvæmt skipulagi að hafa þar hvers konar atvinnustarfsemi sem ekki veldur nágrönnum óþarfa óþægindum eða truflun með hávaða eða óþrifnaði.
Á hverri lóð er heimilt að reisa samtals sex byggingar, eitt einbýlishús, en önnur hús mega vera gesta-, véla-, garð- eða verkfærahús að hámarki 600fm að stærð samanlagt. Óheimilt er að reysa gámahús á lóðunum. Takmarkað dýrahald er leyfilegt en ekki búskapur.
Sveitarfélagið annast alla almenna þjónustu við íbúa á svæðinu svo sem snjómokstur, skólaakstur og sorphirðu svo eitthvað sé nefnt. Svæðið er í um 100km fjarlægð frá Reykjavík, en aðeins eru 10km á Hvolsvöll hvar finna má alla helstu þjónustu og 15km á Hellu.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagsskilmála á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, "Deiliskipulag Minna-Hofs, íbúðarbyggð".
Virkilega fallegt svæði með stórbrotinni fjallasýn, - stutt í hálendið.
-- VINSAMLEGAST BÓKIÐ EINKASKOÐUN --
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 loftur@husfasteign.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.