Domusnova fasteignasala kynnir glæsilega og mikið endurnýjaða þakíbúð við Hátún 4
Samkvæmt yfirliti frá FMR frá Þjóðskrá er eignin samtals skráð 117,6 m2.
Umrædd eign á enga sína líka hvað varðar útsýni, - gott útsýni að Hallgrímskirkju og Háteigskirkju svo dæmi sé tekið. Sunnan megin sést vel upp að Esju og Móskarðshjúkum og gott útsýni úr stofu í átt að Laugardal. Þetta er sannkölluð útsýnisperla sem lætur engan ósnortinn. Saga íbúðarinnar er skemmtileg en hún var upphaflega happdrættisvinningur í happdrætti DAS. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eigendum á afar vandaðan hátt, gegnheilt stafaparket úr Eik á gólfi, Sant verde tinos marmari á eldhúseyju og inn á baðherbergi og blöndunartæki frá Vola. Allir tenglar og innstungur endurnýjaðar frá Berker.
Nánari lýsing:
Íbúðin er staðsett á 9. hæð hússins og lyfta gengur upp að stigagangi sem er eingöngu fyrir umrædda íbúð.
Forstofa: parket á gólfi, fataskápur og við hlið hans er skápur sem geymir innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Nýlegur myndavéladyrasími.
Eldhús: parket á gólfi, hvít eldhúsinnrétting, eyja með grænum Santverde tinos marmara og gashelluborði.
Stofa- og borðstofa: parket á gólfi, útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í suður frá borðstofu.
Herbergisgangur: parket á gólfi, innbyggður skápur í vegg með góðu skápaplássi.
Baðherbergi: lakkað flot á gólfi, niðurtekið loft með innfelldri lýsingu, Santverde tinos marmari og vaskur ofan á baðinnréttingu, baðkar með sturtu aðstöðu og blöndunartæki frá Vola. Guli skápurinn fyrir ofan salernið er upprunalegur frá 1960. Fallegt sjávarútsýni frá baðherbergis glugga.
Herbergi I: parket á gólfi, fataskápur.
Herbergi II: parket á gólfi, fataskápar, frá herberginu er útsýni í átt að Akranesi og útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í norð-vestur.
Hol/Herbergi: parket á gólfi, rýmið er nýtt sem skrifstofa, en auðveldlega má setja upp vegg með hurðagati og búa til þriðja herbergið. Þaðan er útgengt út á þaksvalir sem snúa í norð-vestur.
Geymsla: staðsett í kjallara hússins.
Næg bílastæði eru staðsett á bílaplani sem er staðsett fyrir framan og til hliðar við aðalinngang blokkarinnar. Staðsetning umræddrar eignar er góð, en hún er staðsett nærri þjónustukjarna og verslunum í Borgartúni og þá er stutt í fjölbreytta flóru veitingastaða sem staðsettir eru á Suðurlandsbraut og Laugarvegi.
Að sögn eigenda hefur eignin verið mikið endurnýjuð;
Árið 2023 var skipt um alla glugga, gler og svalahurðir bæði norðan og sunnan megin í íbúðinni.
Árið 2016 voru raf- og vatnslagnir yfirfarnar og skipt um eftir þörfum og voru framkvæmdir unnar af fagmönnum.
Árið 2016 var skipt um eldhúsinnréttingu, eldhús opnað, gólfefni, baðherbergi endurnýjað og skipt um fataskápa í forstofu og hjónaherbergi.
Allar upplýsingar veitir Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. í síma 665 8909 eða go@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á