*** NÝTT MIÐJURAÐHÚS - AFHENDING VIÐ KAUPSAMNING ***
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna vel skipulagt og fallegt 3-4 herbergja miðjuraðhús. Birt heildarstærð eignar er 99,7 fm. Eignin skilast tilbúin til innréttingar samkvæmt byggingarstigi 5 og að auki er búið að sparsla og grunna alla innveggi.Húsið er hluti af Katlahrauni 7-11 sem eru þrjú raðhús sem staðsett eru í glænýju hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar. Stutt er í alla helstu þjónustu skóla, og leikskóla, íþróttaaðstöðu og falleg útivistarsvæði.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXEignin skiptist í anddyri, 3 svefnherbergi / geymsla, stofa með útgengi út í garð og eldhús í opnu alrými, baðherbergi og þvottahús.
Möguleiki er á að fá húsið lengra komið eftir samkomulagi.Frágangur utanhúss:Útveggir: Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með hvítri liggjandi álbáru.
Þak: Á þaki er svart bárujárn. Þakkantar eru frágengnir og lagt fyrir útiljósum. Vindskeiðar verða komnar og fúavarðar. Þakrennur og niðurföll verða frágengin
Gluggar og útihurðir: Gluggar og útihurðir verða fullfrágengin og glerjað. Gluggar eru úr timbri og eru álklæddir.
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð. Ruslaskýli eru frágengin.
Frágangur innanhúss:
Gólf: Gólfplata verður flotdregin (ekki flotuð).
Veggir og loft: Kraftsperrur eru í húsinu og öll loft niðurtekin. Allir milliveggir verða komnir og brunaveggur milli húss og bílskúrs. Innveggir eru tvöfaldur klæddir með gifsplötum. Loft klædd með gifsplötum. Innveggir eru sparslaðir og grunnaðir.
Innihurðir: Engar innihurðar eru komnar í húsið.
Hitalögn: Ísteyptar hitalagnir verða í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Stýringar og annar búnaður gólfhita fylgir ekki.
Rafmagn: Búið er að leggja út ídráttarrör og dósir og draga fyrir vinnurafmagni. Rafmagnstaflan er frágengin miða við byggingarstig 5.
Annað: Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótamat.
Byggingaraðili: SÁ hús ehf.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is. Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum.
Slagorð Sveitarfélagsins Ölfus er "Hamingjan er hér".