Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölum nýtt og vel skipulagt 4 herbergja miðjuraðhús að Katlahrauni 3. Birt stærð eignar er 104.1 fm. Húsið er hluti af Katlahrauni 1-5 sem eru þrjú raðhús sem staðsett eru í nýju hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar. Skipulag eignar: Anddyri, gangur, þrjú svefnherbergi, í opnu alrými er stofa / borðstofa og eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX* Eignin afhendist á byggingarstigi 2 - fokheld bygging.
* Afhendingartími er 1, desember 2024.
* Verð á byggingarstigi 2: 39.5 milljónir.
* Möguleiki er á að fá húsið lengra komið eftir samkomulagi. Skilalýsing á byggingarstigi 2 – fokheld bygging:
Frágangur utanhúss.Útveggir: Húsið er byggð úr timbri og klætt að utan með fín báru.
Þak: Á þaki er aluzink bára. Þakrennur og rennuniðurföll eru frágengin.
Gluggar og útihurðir: Útihurðar eru frágengnar. Gluggar eru frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk er fúavarið með fúavörn.
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð.
Frágangur innanhúss:Gólf: Gólfplata er flotdregin (ekki flotuð).
Veggir og loft: Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Bílskúr er klæddur með tvöföldum gifsplötum sem og brunaveggir milli íbúða.
Hitalögn: Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum.
Almennt:Seljandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
Byggingaraðili: Þurá ehf.
Allt auglýsinga og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar og litir í þeim eru eingöngu til hliðsjónar ekki er um endanlegt útlit að ræða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is. Ertu í fasteignahugleiðingum - Þarftu að selja eignina þína? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma
893 3276.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir eins og hálfs árs til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.