Mjög vel skipulögð 3ja herbergja 101,2 fm íbúð með góðum herbergjum og fataherbergi í stærra herberginu. Íbúðin er á fyrstu hæð með sérafnotarétti og sér inngangi. Fallegt ljóst harðparket á gólfum, hvítir listar. Útgengi út frá hjónaherbergi í sameignilegan garð. Vandaðar innréttingar í eldhúsi og fataskápar frá GKS. Íbúðin er laus við kaupsamning.
Bókið skoðun hjá Gunnari Bergmann í síma: 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.isÍbúð 104 á 1. hæð með 2 svefnherbergjum, 1 baðherbergi með þvottaaðstöðu, sérafnotareiti og sérgeymslu innan íbúðar. Rúmgott alrými og opið eldhús. Horn íbúð.- Innréttingar í eldhúsi eru af vandaðri gerð frá NOBILIA og fataskápar frá Trésmiðju GKS.
- Eldhústæki; blástursofn, spanhelluborð og innbyggður ísskápur frá Whirlpool sem og innbyggð uppþvottavél.
- Baðherbergi/þvottahús er forframleidd og hífð inn í hús samhliða uppsteypu húsanna. Söluaðili baðherbergjanna er Wilbergs/Bitter ehf. (Parki) og eru þau hönnuð af Boxen samkvæmt norskum stöðlum. Mikið er lagt upp úr vönduðum frágang og er allt efni og búnaður af þekktri og viðurkenndri gerð.
- Öll hreinlætistæki eru að vandaðri gerð frá Grohe.
- Ljósleiðarar frá OR og Mílu
- Rafbílahleðslukerfi á sex stöðum við húsið.
Næg bílastæði eru fyrir framan húsið, í nágrenni eru fallegar gönguleiðir og stutt í þjónustu og verslanir við Garðatorg.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.