Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Virkilega fallega og bjarta íbúð á jarðhæð við Garðatorg í Garðabæ.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Íbúðin samanstendur af forstofu, einu svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, eldhúsi opnu með stofu/borðstofu og útgengt á afgirta verönd.
Einkabílastæði er í bílageymslu ásamt geymslu sem fylgir íbúðinni.
Birt stærð eignarinnar er 73,2 fm alls og er um að ræða íbúð 104.
Nánari lýsing:
Forstofa - með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi (9,1 fm) - mjög rúmgott með "Walk-in" sturtu, upphengdu salerni, hirslum, vaski og flísum á gólfi og hluta veggja. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi (13,1 fm) - mjög rúmgott með stórum innbyggðum fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús - er opið í sameiginlegu rými, L innrétting, pláss í innréttingu fyrir einfaldan ísskáp, bakaraofn í vinnuhæð, helluborð og háfur og innbyggð uppþvottavél.
Borðstofa/stofa - er opið með eldhúsinu, parket á gófli og gengið úr stofunni út á afgirta verönd.
Geymsla (7,5 fm) - er í kjallara hússins ásamt aðgengi að hjóla- og vagnageymslu.
Einkabílastæði - er í bílageymslu og fylgir íbúðinni.
Virkilega falleg og vel staðsett íbúð við Garðatorg, stutt í alla helstu þjónustu, veitingahús, matvöruverslun, sund og íþróttir ásamt því að leik-, framhalds- og grunnskólar eru í göngufæri.
Upplýsingar gefur:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.