Skráð 28. mars 2023
Deila eign
Deila

Hallgerðargata 11A

Nýbygging • FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
121.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
783.650 kr./m2
Fasteignamat
8.740.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2517535
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
14
Vatnslagnir
Nýbygging
Raflagnir
Nýbygging
Frárennslislagnir
Nýbygging
Gluggar / Gler
Nýbygging
Þak
Nýbygging
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Tveggja til fjögurra herbergja íbúðir við Hallgerðargötu 1, 1A, 11 og 11A, 105 Reykjavík.


Íbúðir skilast allar fullbúnar með harðparket á gólfum frá Álfaborg að undanskildum votrýmum, þ.e. í þvottahúsum ( þar sem á við ) og inni á baðherbergjum sem verða flísalögð með flísum frá Álfaborg, gráum að lit í stærð 30x60.

Allar innréttingar eru sérsmíðaðar með ljúflokun á skúffum og skápum. Skápahurðir eru með melamin áferð, ljósar að lit. Borðplötur eru frá Egger, svartar að lit. Eldhúsinnrétting skilast með tækjum og búnaði frá AEG, spanhelluborði og blástursofni. Háfur er staðsettur yfir eyju, svartur að lit ( þar sem á við ) og innbyggð vifta er í eldhúsum sem ekki hafa eyju. Fataskápar eru í sama lit og innréttingar. Innihurðir eru hvítar yfirfelldar frá Parka.

Sjá má skilalýsingu og nánari upplýsingar inn á heimasíðu verkefnisins: hallgerdargata.is/

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Nánar um eign: Hallgerðargata 11A. Eignin er fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð matshlutans, merkt 0314 birt stærð 110,0 fm. Eigninni tilheyrir geymsla í kjallara matshlutans, merkt 0079, birt stærð 11,1 fm. og svalir á þriðju hæð, merktar 0345, stærð 6,3 fm. Birt stærð séreignar er 121,1 fm. Íbúðin er með áskriftarrétt í A flokki í bílastæðishúsi.

Áætlaður afhendingartími á hverju stigahúsi fyrir sig er eftirfarandi:
Hallgerðargata 1A, þann 15. febrúar 2023
Hallgerðargata 1, þann 15. apríl 2023
Hallgerðargata 11A, þann 15. maí 2023
Hallgerðargata 11, þann 15. júni 2023

Um er að ræða vandaðar og vel skipulagðar íbúðir í miðri íbúðarbyggð í nálægð við útvistar- og náttúrusvæðum eins og Laugarnesi og Laugardal. Um er ræða steinsteypt hús, einangruð og klædd að utan með áli. Áhersla er lögð á að brjóta upp útlit húsanna með mismunandi litum og áferð. Sérstök áhersla hefur verið lögð á efnisval, áferðir og vandaðan frágang. Skjólgóður og gróðursæll inngarður skapar svo vettvang fyrir skemmtilegt sameiginlegt svæði íbúa.

Afar stutt er í fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðunni og afþreyingu í Laugardal og Borgartúni en þar er úr mörgu að velja fyrir alla aldurshópa. Í göngufæri er svo Laugalækur sem ber sérstakan sjarma með sínum litlu einstöku verslunum og annarri þjónustu. Heilsugæslan Kirkjusandi er í næsta húsi. Ungbarnaleikskóli er í húsinu.

Heildarfjöldi bílastæða í sameiginlegri bílageymslu undir húsunum á svæðinu skv. deiluskipulagi á reitum merktum A,B,C, D, E, og F, eru samtals 774 bílastæði.
Heildarfjöldi bílastæða sem reitur E ( Þ.e. Hallgerðargata 1, 1A, 11 og 11A ) hefur forgang að, eru 68 bílstæði sem skiptast þannig að verslunar/atvinnurými á reitinum hafa forgang að 11 bílastæðum og íbúðir að 57 bílstæðum.
Til að nýta bílastæði þurfa aðilar að gera sérstakan afnotasamning við rekstrafélag bílastæðishússins. Íbúðir eru annars vegar seldar með áskriftarrétt í A flokki, aðrar í áskriftarflokki B. 

Byggingaraðili á Hallgerðargötu er Reir Verk ehf.

Reir Verk ehf. er öflugt byggingarfélag sem vinnur að fjölbreyttum fasteignaverkefnum ásamt því að vinna að ýmsum byggingaverkefnum á eigin vegum. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita heildarlausnir í byggingaverkefnum, góða þjónustu og vandaða vöru.

Húsin eru hönnuð af Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Ferill verkfræðistofa ehf. hannaði burðarvirki og lagnir. Lota ehf. sá um bruna- og hljóðhönnun. Raflax sá um raflagna- og lýsingahönnun. Lilja Hákon Filippusdóttir hjá Teiknistofu Arkitekta sá um hönnum lóðar.

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / gunnar@remax.is

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef um lögaðila er að ræða) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hallgerðargata 11A
Hallgerðargata 11A
105 Reykjavík
121.1 m2
Fjölbýlishús
413
784 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Kirkjuteigur 19
3D Sýn
Bílskúr
 31. mars kl 12:15-12:45
Skoða eignina Kirkjuteigur 19
Kirkjuteigur 19
105 Reykjavík
145 m2
Fjölbýlishús
413
654 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina SÓLTÚN 5 ÍBÚÐ 304
Bílastæði
 29. mars kl 17:00-17:30
Sóltún 5 Íbúð 304
105 Reykjavík
130.3 m2
Fjölbýlishús
413
744 þ.kr./m2
97.000.000 kr.
Skoða eignina Kirkjuteigur 14
Skoða eignina Kirkjuteigur 14
Kirkjuteigur 14
105 Reykjavík
155 m2
Hæð
825
632 þ.kr./m2
97.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache