Fasteignaleitin
Opið hús:28. jan. kl 17:00-17:30
Skráð 23. jan. 2025
Deila eign
Deila

Sogavegur 124

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
119.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
109.900.000 kr.
Fermetraverð
917.362 kr./m2
Fasteignamat
101.500.000 kr.
Brunabótamat
75.150.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 2006
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2283805
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Forsteypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Lóð
50
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala og Kristján Gíslason kynna fallegt og vel skipulagt 119,8 fm parhús með bílskýli, við Sogaveg í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum og með tvennum svölum. Í því eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, samliggjandi eldhús og stofa, þvottahús og geymsla. Gólfhiti er í húsinu. Þá er timbur-verönd fyrir aftan húsið sem og góður frístandandi geymsluskúr.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason lgf. í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is

Smellið hér til að skoða myndband af eigninni

NÁNARI LÝSING:

Efri hæð;
Eldhús og stofa mynda saman fallegt opið rými og þaðan er gengt út á tvennar svalir. Annars vegar eru stórar suður svalir með rafdrifinni markísu og hins vegar vestur/norður svalir. Eldhúsið er með fallegri L- laga hvítlakkaðri innréttingu og eyju með skúffum og spansuðu helluborði. Í innréttingu er bakarofn í vinnuhæð, tvöfaldur ísskápur og innbyggð uppþvottavél. Borðplötur á innréttingu og eyju er Corian. Svefnherbergið er rúmgott með stórum fataskáp. Baðherbergið er með "walk in" sturtu, upphengdu salerni og vaskainnréttingu með Corian borðplötu. Í lofti baðherbergis er þakgluggi með rafmagnsopnun. Á allri efri hæðinni, nema baðherbergi, er gegnheilt viðarparket.
Fallegur parketlagður stigi, með gler-handriði, er á milli hæða og svo þakgluggi fyrir ofan, sem gefur góða birtu inn í stigarýmið.
Neðri hæð;
Í anddyri er stór fataskápur með speglahurðum. Þar eru flísar á gólfi sem og í holinu, þaðan sem gengið er inní öll rými neðri hæðarinnar. Svefnherbergin eru tvö, annað er 8,4 fm og hitt er 10 fm. Á gólfum þeirra er gegnheilt viðarparket og úr því stærra er gengt út á timburveröndina fyrir aftan húsið. Baðherbergið er með sturtu, vegghengdu salerni og skáp undir vaskinum. Flísar eru á gólfi og á sturtuveggjum. Opnanlegur gluggi. Í þvottahúsinu eru flísar á gólfi, útsogsvifta, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur með heitu og köldu vatni.
Geymslan er 6 fm og þar er m.a. stýringin fyrir gólfhitann, ljósleiðari og rafmagnstafla. Bílskýlið er 19,6 fm.

Að sögn eigenda hefur húsi og íbúð verið vel við haldið og m.a. var húsið og gluggar málað 2022. Þá var skipt um hitastjórnborð og hitastýringar fyrir gólfhitann árið 2024. Parket á gólfum er niðurlímd, gegnheil, hvíttuð eik frá Parka. Pappi er á þakinu.
Bílskýli er undir efri hæðinni á framanverðu húsinu og þar er tengi fyrir rafmagnsbílahleðslu. Fyrir framan bílskýlið er upphitað bílastæði sem og annað upphitað stæði þar til hliðar. 
Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/03/200730.500.000 kr.39.000.000 kr.119.8 m2325.542 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sogavegur 129
3D Sýn
Opið hús:29. jan. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Sogavegur 129
Sogavegur 129
108 Reykjavík
153 m2
Einbýlishús
715
764 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Skoða eignina Sogavegur 18
Skoða eignina Sogavegur 18
Sogavegur 18
108 Reykjavík
128.6 m2
Einbýlishús
513
878 þ.kr./m2
112.900.000 kr.
Skoða eignina Bríetartún 11
Skoða eignina Bríetartún 11
Bríetartún 11
105 Reykjavík
107 m2
Fjölbýlishús
322
1051 þ.kr./m2
112.500.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
96.6 m2
Fjölbýlishús
312
1127 þ.kr./m2
108.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin