Fasteignaleitin
Skráð 13. júlí 2025
Deila eign
Deila

Garðabraut 1 Akranesi íb 401

Nýbygging • FjölbýlishúsVesturland/Akranes-300
83.2 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
840.144 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Katla Hanna Steed
Katla Hanna Steed
Lögg. fasteignasali
Þvottahús
Lyfta
Garður
Útsýni
Aðgengi fatl.
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2538668
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
7
Númer íbúðar
401
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Háborg fasteignasala og Bestla byggingarfélag kynna: Garðabraut 1 Akranesi – í nýju og glæsilegu íbúðarhverfi. Húsið er lyftuhús með bílageymslu.

Íbúð 401 – 3ja herbergja íbúð á 4.hæð, staðsett í nýju og glæsilegu íbúðarhverfi.
Að stærð 83,2 fm og þar af 6,6 fm geymsla. Eigninni fylgir stæði í bílakjallara. Íbúðin skipar forstofu, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél/þurrkara og alrými opið með eldhúsi, borðstofu og stofu. Útgengt út á svalir úr stofu að stærð 6,8 fm. 
Íbúðin skilast fullbúin án megin gólfefna, nema í votrými eru flísar.  Áætluð afhending í september 2025.
Helstu kostir íbúðar.
  • Aukin lofthæð
  • Extra háar hurðir
  • Svalir
  • Innrétting í eldhúsi frá GKS/Nobilia
  • Eldhúsið með HPL borðplötu og tækjum frá AEG.
  • Votrými flísalögð
  • Birtugæði og loftgæði
  • Nýtt glæsilegt íbúðarhverfi
  • Vandaður verktaki
Áhersla er lögð á gott skipulag, vandað efnisval, fallegt útlit, birtugæði og loftgæði. Áhersla lögð á vandað efnisval og rýmisnýtingu. 
Heimasíða Garðabraut 1

Allar upplýsingar um eignina veita: Katla Hanna Steed löggiltur fasteignasali í síma 822 1661 eða katla@haborg.is, Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845 8958 eða jorunn@haborg.is, Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 773 6000 eða thorunn@haborg.is
 

Almennt Fjölbýlishúsið að Garðabraut er staðsett í nýju og glæsilegu íbúðarhverfi á Akranesi. Tvö stigahús eru í byggingunni, hvort með lyftu og kjallara. Byggingin er 4 og 7 hæðir með samtals 50 íbúðum af mismunandi stærðum – tveggja, þriggja og fjögurra herbergja.  Í kjallara er bílageymsla með merktum stæðum fyrir flestar íbúðir. Aðgengi að sérgeymslum, hjóla- og vagnageymslu, ásamt tæknirýmum. Aðalinngangur hússins er á 1. hæð. Flestar íbúðir eru með aukinni lofthæð og allar með svölum eða sérafnotareit. Úr mörgum íbúðum er fallegt útsýni og þakíbúðir bjóða upp á stórar þaksvalir með möguleika á rafmagnspotti. Flestum íbúðum fylgir stæði í bílakjallara og stærri íbúðum fylgja tvö stæði.
Á Lóð eru hellulögð svæði og hitalagnir í gönguleiðum og bílastæðum fyrir hreyfihamlaða. Undirbúið er fyrir rafhleðslustöðvar og djúpgámar eru staðsettir á lóðinni.
Eldhús eru með innréttingum frá GKS/Nobilia í ljósgráum lit. Efri skápar eru vegghengdir með LED-lýsingu undir. Borðplötur eru úr HPL. Eldhústæki frá AEG fylgja – spanhelluborð og bakarofn með innbyggðum hitamæli. Gufugleypir er annaðhvort innbyggður í efri skáp eða sem eyju-/veggháfur frá Airforce/Elica. Gert er ráð fyrir innbyggðum kæli, frysti og uppþvottavél og fylgja hurðaforstykki í stíl. Blöndunartæki frá Grohe eru hitastýrð og vaskur úr stáli er límdur ofan á borðplötuna.
Baðherbergi eru flísalögð, gólf eru flísalögð með 60x60 cm flísum og hluti veggja flísalagður upp í loft. Innréttingar eru í ljósgráum lit með slitsterkri HPL borðplötu og hvítum vaski. Grohe blöndunartæki eru hitastýrð og sturtan afmörkuð með gleri. Salerni er vegghengt með innbyggðum vatnskassa.
Þvottahús Í sumum íbúðum er sér þvottaaðstaða, annars er hún inn af baðherbergi. Tengi eru fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara með rakaþétti. Gólf er flísalagt.
Hita- og loftræstikerfi. Íbúðir og sameign eru hitaðar með ofnakerfi samkvæmt teikningum. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi með varmaendurvinnslu, þar sem loft er sogið úr eldhúsi og baðherbergi og ferskt loft dælt inn í önnur rými. Kerfið endurvinnur allt að 85% varma og síar loftið, sem dregur úr svifryki og frjókornum. Loftræstisamstæður eru staðsettar á svölum.

Allar nánari upplýsingar veita Katla Hanna Steed löggiltur fasteignasali í síma 822 1661 eða katla@haborg.is, Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845 8958 eða jorunn@haborg.is og Þórunn Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 773 6000 eða thorunn@haborg.is
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Garðabraut 1 Akranesi íb 209
Garðabraut 1 Akranesi íb 209
300 Akranes
82 m2
Fjölbýlishús
312
846 þ.kr./m2
69.400.000 kr.
Skoða eignina Garðabraut 1 Akranesi íb 207
Garðabraut 1 Akranesi íb 207
300 Akranes
85 m2
Fjölbýlishús
312
840 þ.kr./m2
71.400.000 kr.
Skoða eignina Garðabraut 1 Akranesi íb 201
Garðabraut 1 Akranesi íb 201
300 Akranes
83 m2
Fjölbýlishús
312
806 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Garðabraut 1 - 307
Bílastæði
Garðabraut 1 - 307
300 Akranes
85.1 m2
Fjölbýlishús
312
857 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin