Björt og vel skipulögð 4-5 herbergja endaíbúð á 6. hæð í vel viðhöldnu lyftuhúsi við Espigerði 4
* Glæsilegt útsýni og tvennar svalir
* Laus til afhendingar fljótlega
* Endurnýjað baðherbergi og eldhús
* Í dag eru 3 svefnherbergi í íbúðinni ásamt fataherbergi
* Svefnherbergi 4 var stúkað í borðstofu samkv. teikningu og væri auðvelt að bæta við
* Salur á 9. hæð og þaksvalir fyrir alla íbúa
* 2024 voru skólplagnir undir húsinu endurnýjaðar* 2022 var þakið málið
* 2021 var allt tréverk hússins málað
* 2016 voru gluggar í húsinu yfirfarnir og gler endurnýjað eftir þörfNánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson, Lgf, 7754000 , palli@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð samkv. FÍ er 116,40 m2.
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu / borðstofu, 2 svalir, 3 svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.Anddyri er með parket á gólfi og lausum fataskáp.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í mjög rúmgóðu opnu flæði með parket og gluggum á tvo vegu. Útgengt út á
svalir 1 til norðurs og
svalir 2 til vesturs.
Eldhús er með björtum borðkrók við glugga, innréttingu með helluborði, bakarofni, uppþvottavél í vinnuhæð og góðu borðplássi.
Svefnherbergi 1 er með parket á gólfi og litlu fataherbergi þar inn af.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, upphengdu wc, innréttingu með handlaug og skúffum.
Þvottahús er innan íbúðar.
Í sameign er
sérgeymsla skráð 7,0 m2 samkv. FÍ.
Í sameign eru einnig þvottahús með sameiginlegum tækjum, hjóla og vagnageymsla.
Við húsið eru rafmagnshleðslustöðvar.
Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er að sækja þjónustu, skóla, menningu, íþróttir og útivist.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.