BYR fasteignasala kynnir í einkasölu NESBAKKI 15, ÍBÚÐ 101, 740 Neskaupstaður. Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Húsið stendur við lítinn botnlanga í grónu hverfi í Neskaupstað. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í sameign: Geymsla undir stiga sameiginleg með íbúð 102, vagna- og hjólageymsla.
Nánari lýsing: Anddyri, fatahengi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, (sjónvarpskenkur getur fylgt með). Útgengt er frá stofu út á timburverönd með skjólveggjum. Kominn tími á viðhald á verönd. Svalahurð er aðeins stíf.
Eldhús, upprunaleg innrétting, spaneldavél, ísskápur getur fylgt með.
Tvö svefnherbergi, stærra herbergið er með þreföldum fataskáp, ekki er fataskápur í minna herberginu.
Baðherbergi er flísalagt í
hólf og gólf, sturtuklefi, salerni og vaskinnrétting (upprunaleg). Þrýstingur á heitu vatni í vaski er lítill inn á baði. Speglaskápur, þvottavél er á baðherbergi og getur hún fylgt með ef kaupandi vill.
Gólfefni: Flæðandi harðparket er á stofu, borðstofu og svefnherbergjum. Flísar á eldhúsi og baðherbergi.
Í sameign er sameiginleg geymsla (undir stiga), hjóla- og vagnageymsla og inngangur/anddyri.
Húsið Nesbakki 13-17 er þriggja hæða hús með þremur stigahúsum. Húsið er steinsteypt byggt árið 1979, gaflar hússins eru klæddir.
Sex íbúðir eru í hverjum stigagangi, tvær íbúðir eru á hverri hæð. Þak er risþak klætt járni, þak eignarinnar hefur verið endurnýjað ásamt þakrennum og þakköntum.
Lóð er gróin, sameiginleg, bílastæðalóð framan við husið er mallbikuð. PVC gluggar eru í öllum rýmum utan stofu þar eru timburgluggar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fasteignanúmer 216-9530.Stærð: Íbúð 67.5 m².
Brunabótamat: 33.450.000 kr.
Fasteignamat: 22.400.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2026: 26.350.000 kr.
Byggingarár: 1979
Byggingarefni: Steypa