**Möguleg skipti á minni eign**
Hraunhamar fasteignasala kynnir bjarta fjögurra herbergja endaíbúð á efstu hæð með sérinngangi á þessum frábæra útsýnisstað í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Íbúðin er innst í lokuðum botnlanga og er stórglæsilegt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið, sjóinn, jökulinn ofl.
Íbúðin er skráð 124,5 fm og þar af er geymsla á fyrstu hæð 8,7 fm. Eigninni fylgir bílastæði lokaðri bílageymslu og innaf henni er geymsla er 26,7 fm. Heildareignin er 151,2 fm skv. fasteignayfirliti HMS. Mikil privat staðsetning.
Einfalt er að gera svalalokun á stóru suður svalirnar. (um15 fm), þannig að íbúðin stækki um ca 15 fermetra. Eignin er laus strax og til sýnis.
# Stórglæsilegt útsýni
# Eitt sérbílastæði í bílastæðahúsi. (Bílaþvottaaðstaða er mjög góð í bílastæðahúsinu)
# Tvennar svalir,
# Góð geymsla innaf bílastæðinu.
# Laus strax og til sýnis.
# Dýrahald er leyftSkipting eignarinnar: Forstofa, hol, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús, tvennar svalir og þrjár geymslur, einnig fylgir sér stæði í lokaðri bílageymslu. Auk reglubundinnar sameignar.
Nánari lýsing eignarinnar: Forstofa með fataskápum.
Gott
hol og innst úr holinu er utangengt út á rúmgóðar
svalir. Þvottahús með fínni innréttingu og gert ráð fyrir vélum í vinnuhæð. einnig inngangur í íbúðina úr þvottahúsinu.
Eldhús með eikarinnréttingu frá Axis, Fín eyja og gott geymslupláss.
Björt og fín
stofa og
borðstofa og þaðan er utangengt út á svalir, glæsilegt útsýni þaðan yfir höfuðborgarsvæðið.
Rúmgott
hjónaherbergi með fataskápum.
Tvö
barnaherbergi með fataskápum.
Flísalagt
baðherbergi með baðkari, sturtuklefa og innréttingu.
Gólfefni eru eikarparket og flísar. Í sameign er sameignleg hjóla-og vagnageymsla, Hiti í stéttum og tröppum.
Eitt bílastæði fylgir með eigninni í mjög snyrtilegri bílageymslu, Gólfhiti þar. Í rúmgóðri geymslu væri hægt að nýta sem hobbý/vinnuaðstaða t.d. fyrir golfhermir ofl. Stæði B4 og geymslan fyrir innan.
Búið að koma tengingu fyrir rafbíl í stæðinu.
Innaf bílastæðunum er geymsla þar sem lofthæðin er cirka 2,9 metrar. Góð loftræsting í geymslu bæði inn-og út loftræsting.
Rafmagnstengi fyrir rafbíla.Niðurlag: Þetta er björt og skemmtileg endaíbúð á besta stað innst í botnlanga með frábæru útsýni, Stutt í skóla og leiksskóla og fallegar gönguleiðir allt í kring.
Fasteignamat samtals 97.850.000.- Fasteignamat næsta árs er 103.850.000.
Nánari upplýsingar veita Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.is
og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is Skoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 41 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.