STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjart og fallegt 209 fm einbýli á einni hæð með bílskúr. Húsið stendur í enda á botnlanga og því engin umferð fram hjá húsinu. Innangengt er úr bílskúr í íbúarými. Svefnhbergin eru fjögur og 2 baðherbergi. Seljandi ætlar að klára að láta setja hurð út í garð svo að eignin fari á byggingastig 7.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa/gangur er með flísar á gólfi ásamt upphengi og skápar í enda gangs.
Stofa er rúmgóð með flísum á gólfi, þar á eftir að bæta hurð út í garðinn.
Eldhús er með flísum á gólfi, viðarinnréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru fjögur og eru með plastparketi á gólfum ásamt skápum í öllum herbergjum og rúmgóðu fataherbergi í aðalsvefnherbergi.
Baðherbergin eru tvö og er aðalbaðherbergi með flísum í hólf og gólf, stóru hornbaðkari, upphengt wc, handklæðaofn, tveir vaskar og skúffur undir þeim, svo er gluggi og opnanlegt fag. Gestabaðherbergi er með flísum á gólfi, fíbó plötum á veggjum, upphengt wc, handklæðaofn, skúffur undir vask og gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottahús er með flísum á gólfi og þar er líka sturtuklefi.
Geymsla er inn af bílskúr
Bílskúr er með steyptu og máluðu gólfi, hillum og þar er búið að koma fyrir lítilli eldhúsinnréttingu.