Valhöll kynnir fallegt og mikið endurnýjað 4-5 herbergja raðhús við Réttarholtsveg 83 í Reykjavík sem skiptist í tvær hæðir og kjallara. Húsið hefur verið endurnýjað að innan og utan að mjög miklu leyti undanfarin ár eins og má sjá á upptalningu um endurbætur neðar í lýsingu. Húsið hefur aðgang að tveimur merktum bílastæðum fyrir framan húsið og er búið að setja hleðslutöð fyrir rafbíla við annað stæðið. Þá er stór pallur sem snýr í suður.
Eignin er skráð 105,7 fm á stærð sem skiptast í 24,7 fm kjallara, 41,3 fm á 1. hæð og 39,7 fm á 2. hæð. Að auki er um það bil 18,5 fm óskráð rými í kjallara sem var grafið út og er ekki inn í skráðri stærð eignarinnar. Eignin er því um 124,2 fm á stærð, eins og hin miðjuraðhúsin í lengjunni en húsin eru öll byggð eftir sömu teikningu.
Að innan skiptist eignin í anddyri, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús / geymslu, vinnurými og herbergi.
Fasteignamat ársins 2026 verður 90.550.000 kr.
Þetta er spennandi eign á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Nánari lýsing:
1.hæð:
Anddyri: með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa / borðstofa: með parketi á gólfi og útgengi á stóra afgirta timburverönd sem snýr í suður.
Eldhús: með hvítri innréttingu, ofni og örbylgjuofni, tengi fyrir uppþvottavél, gashelluborði og parketi á gólfi.
Stigi: stigi upp á efri hæð með teppi á stigaþrepum. Þakgluggi yfir stigaopi sem hleypir inn góðri birtu.
2.hæð:
Baðherbergi: með baðkari, upphengdu salerni, speglaskápum, innréttingu undir vaski og flísum á gólfi.
Svefnherbergi I: með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með opnum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: með parketi á gólfi.
Gangur: með parketi á gólfi.
Kjallari:
Vinnurými: með parketi á gólfi.
Þvottahús / geymsla: með steyptu gólfi og glugga. Mögulegt að útbúa annað baðherbergi í þessu rými.
Herbergi: með steyptu gólfi með gólfhita, glugga og óklæddu lofti. Hefur verið nýtt undir líkamsrækt. Er óútgrafið á teikningu.
Lóð:
Aftan við húsið er stór afgirt timburverönd sem snýr í suður. Framan við húsið er hellulögð stétt sem snýr í norður.
Þetta hús hefur aðgang að tveimur bílastæðum á móti húsinu að framanverðu og er búið að setja hleðslutöð fyrir rafbíla við annað bílastæðið. Athugið samt að bílastæðin eru ekki skráð séreign þessarar eignar heldur hefur verið samkomulag milli íbúa í raðhúsalengjunni að Réttarholtsvegi 81-97 um að hver eigandi í raðhúsalengjunni hafi aðgang að tveimur stæðum fyrir framan fyrir framan sína eign.
Endurbætur undanfarin ár samkvæmt seljendum:
2017 - skipt um gólfefni og nýtt teppi sett á stigann.
2017 - eldhús endurnýjað.
2017 - rafmagn endurnýjað.
2017 - skólplagnir endurnýjaðar frá baðherbergi á efri hæð og niður í kjallara.
2017 - skólplagnir fóðraðar frá kjallara út í götu.
2017 - baðherbergi endurnýjað.
2018 - pallur smíðaður.
2019 - nýjir gluggar og svalahurð á suðurhlið.
2020 - hús múrviðgert að utan, settur nýr PVC dúkur á þak, nýjir þakgluggar, nýjar rennur og þakkantur endurnýjaður.
2021 - húsið málað að utan.
2022 - thermostat settur á ofna.
2025 - stigi í kjallara og þvottahús epoxyhúðað.
2025 - kjallari stækkaður, settur gólfhiti í rýmið sem var grafið út, epoxyhúðað og settur nýr gluggi.
2025 - hellulagt að framan og drenað.
2025 - hleðslustöðvar settar í bílasstæði.
2025 - Hús málað að framanverðu.
2025 - Innhurðar lakkaðar og skipt um hurðahúna.
Framkvæmdarsjóður:
Þetta hús er að greiða 15.379 kr. í framkvæmdarsjóð húsfélagsins á mánuði.
Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.