Sérlega vel skipulögð rúmgóð 132 fm íbúð með fínu útsýni á annarri hæð í þriggja hæða húsi við Arnarsmára 20. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa, þvottahús inn af eldhúsi og bílskúr sem fylgir eigninni. Íbúðin sjálf er skráð 104 fermetrar og bílskúrinn 28 fermetrar, en til viðbótar er geymsla í kjallara sem er ekki er inní fermetratölu eignarinnar. Húsið hefur að sögn seljanda fengið gott viðhald síðustu ár. Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Til afhendingar með stuttum fyrirvara.
Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is
Komið er inn í gang með fataskáp, en gangur er opinn í eldhús og stofu. Til vinstri frá forstofu eru herbergi, til hægri er baðherbergi og opið eldhús, stofa beint framundan.
Eldhúsið er rúmgott með vönduðum innréttingum. Mjög gott skápapláss. Flísar á gólfi og milli skápa. Gott pláss fyrir eldhúsborð. Þvottahús með vaski og innréttingu ásamt hillum er inn af eldhúsi.
Stofa og borðstofa í björtu og vistlegu rými með stórum gluggum í tvær áttir og útgengi á rúmgóðar svalir til suð-vesturs. Gluggi til vesturs frá borðstofu með fallegu útsýni til sjávar. Hjónaherbergi með góðum fataskápum og snyrtiborði ásamt spegli. Barnaherbergin eru rúmgóð, annað þeirra með fataskáp. Baðherbergi er flísalagt, gólf og veggir, með sturtu og baðkari, innréttingu kringum vask auk skáps.
Sérlega vandað parket lagt í fiskibeinamynstur er á allri íbúðinni að baðherbergi og þvottahúsi frátöldu.
Íbúðinni fylgir sér geymsla í kjallara, sem ekki er innan fermetratölu eignar. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara. Bílskúr er með sjálfvirkum hurðaopnara og góðri lofthæð. Vaskur er í bílskúr, heitt og kalt vatn og krani fyrir bílslöngu.
Þak var málað 2018 og gluggar málaðir 2017. Allir ofnar voru endurnýjaðir í íbúðinni í nóvember 2016 og í bílskúr og sameign á árinu 2021.
Vel hönnuð, björt og falleg íbúð sem nýtist mjög vel, ásamt rúmgóðum bílskúr.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is