Fasteignaleitin
Skráð 29. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Merkihvoll 1

SumarhúsSuðurland/Hella-851
79.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
30.900.000 kr.
Fermetraverð
388.679 kr./m2
Fasteignamat
41.400.000 kr.
Brunabótamat
44.850.000 kr.
Mynd af Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Framkvæmdastjóri
Byggt 2004
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2275489
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt frá 2004
Raflagnir
Upprunalegt frá 2004
Frárennslislagnir
Upprunalegt frá 2004
Gluggar / Gler
Upprnalegt frá 2004
Þak
Upprunalegt frá 2004
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
97 fm verandir skráðar við húsið
Lóð
100
Upphitun
Rafmagnshitun
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Starfsmanni Fasteignalands hefur ekki verið bent sérstaklega á galla á eigninni.
Mekihvoll 1. 851 Rangárþing ytra, Landssveitin.
Fallegt 79.5 fm (92.5 fm) bjálkahús á tveimur hæðum að hluta og er það byggt á steyptum grunni sem er með skriðkjallara undir. Flott útsýni og fjallasýn er úr húsinu þar sem það stendur nokkuð hátt á 4.410 fm endalóð í götunni.

Frábært fjölskylduhús þar sem það geta auðveldlega verið 4 og jafnvel 5 svefnherbergi í því og því hentar húsið einnig vel fyrir hestafólk og ferðaþjónustu.
 
Um er að ræða sumarhús sem er skiptist í 57.8 fm neðri hæð og 21.7 fm efri hæð og er það skráð 79.5 fm samkvæmt HMS og var byggt 2004.
Einnig er óskráð um 13 fm viðbygging við húsið sem skiptist í svefnherbergi og Saunaklefa / gufubað, sem mætti breyta í herbergi, þannig að eignin er samkvæmt því um 92.5 fm og getur verið með allt að 5 svefnherbergjum fyrir þá sem þess þurfa.  


Í húsinu er rafmagnshitatúpa fyrir neysluvatn og það er upphitað með rafmagnsofnum þannig að það er engin hætta á að hitalagnir frostspringi.
Einnig er góð kamína sem er fljót að hita húsið upp þegar þess þarf.
Húsið stendur á steyptum sökkli og er með skriðkjallari / lagnakjallara undir sem er mjög þægilegt að hafa til að komast að lögnum.
Sér borhola er fyrir kalda vatnið. 
Húsið skiptist á eftirfarandi hátt: Forstofa með furuplönkum á gólfi, fatahengi.  Baðherbergi með flísum á gólfi og sturtu.  Svefnherbergi með furuplönkum á gólfi.  Eldhúsið er rúmgott með furuplönkum á gólfi, viðarinnréttingu með sambyggðri eldavél.  Stofan er með furuplönkum á gólfi, góðri lofthæð, fallegri kamínu og útgengi á mjög stóra verönd / sólpall.
Stigi er upp á efri hæðina sem er yfir hluta hússins eins og sést á myndunum og þar er eitt mjög rúmgott 21.7 fm svefnherbergi í dag.
Það mætti skipta þessu herbergi í tvö góð herbergi með frábæru útsýni. 
Af sólpallinum er gengið inn í viðbyggingu sem er um 13 fm og skiptist hún í svefnherbergi og sauna (gufubað) sem ekki inn í fm stærð hússins..
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.
Stór sólpallur er við húsið með skjólgirðingu og er hann skráður 97 fm að stærð. 
Lóðin er 4.410 fm endalóð í götunni og stendur nokkuð hátt þannig að það er frábært útsýni og fögur fjallasýn úr húsinu. Lóðarleiga er um kr. 70.000 á ári.
Þetta er falleg eign á frábærum stað og hentar húsið vel sem fjölskylduhús fyrir litlar og stærri fjölskyldur, hestafólk og ferðaþjónustu. Glæsilegt útsýni og fjallasýn. 
Eigandi er tilbúin að skoða skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri.

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is


Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 . 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
GötuheitiPóstnr.m2Verð
806
66.5
30,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin